Author: Sigríður

Pastor, ecofeminist theologian with a poststructuralist flair.

The Stereotype

„The stereotype is not a simplification because it is a false representation of a given reality. It is a simplification because it is an arrested, fixated form of representation.“

Homi Bhabha: „The Other Question: Difference, Discrimination and the Discourse of Colonialism“ Literature, Politics and Theory, London, Methuen, 1986, p. 163.

Foxy Lutheranism

What gives contemporary Lutheranism its own distinctiveness, its own bold standing? If, as the title of this book seems to indicate, the Lutheran tradition has something to do with standing boldly, where do we stand, on what do we stand, against what and for what? Most importantly for the purposes of this essay, who are they who are set up by faith alone? Phrasing the question differently, what constitutes our bold erection as Lutheran subjects? Does contemporary Lutheranism, standing on its borrowed legs provided by God´s grace offer one homologous identity or many diffused and disseminated ones? What kind of power, what kind of oppression, and what kind of ideologies do the Lutheran „we´s“ of today boldly stand for and against? What is the Lutheran stand on the current experiences of empire, globalization and migration? What is heimlich to Lutheran identity, and what constitutes the uncanny horrors of dissolution and disintegration to such identities?

From Sigridur Gudmarsdottir „Third Space“, Food and Foxy Lutheranism in the Holy North: Postcoloniality in Vidalin´s sermon on Luke 14″ in Stand Boldly:  Lutheran Theology Faces the Postmodern World, edited by Eric Trozzo, Three Trees Press, Berkeley, California, 2009, bls. 286.

Að heyra til úlfynjum: Morgunblaðið 13. september 2010

Nýlega birtist pistilinn „Úlfar í prestahjörð“ eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur hér í Morgunblaðinu. Úlfarnir sem Kolbrún vitnar til eru framgjarnir prestar, sem reyna að klekkja á biskupi vegna óánægju með stöðuveitingar og rækta hvorki sannleika, samheldni né samstöðu. Mér að vitandi hefur aðeins einn starfandi prestur lýst því yfir að biskup Íslands eigi að stíga til hliðar. Sami prestur höfðaði mál gegn Þjóðkirkjunni vegna stöðuveitingar fyrir sex árum. Ég er sá prestur og álykta því að úlfarnir ónafngreindu rúmist flestir í minni persónu. Ég tel að biskup Íslands eigi að víkja úr embætti vegna þess að hann hefur verið borinn þungum sökum um þöggun. Kirkjuþing mun innan tíðar skipa rannsóknarnefnd til að skoða viðbrögð kirkjunnar þegar Ólafur Skúlason var sakaður um kynferðisbrot. Nefndin þarf svigrúm til þessarar vandasömu rannsóknar og því óheppilegt ef einn af þeim sem sætir rannsókn gegnir valdamesta embætti kirkjunnar á meðan. Ég tel einnig að biskup eigi að víkja vegna óheppilegra ummæla hans í fjölmiðlum þegar ásakanir á hendur fyrrum biskupi komu fram á nýjan leik. Ég hef ekki kallað eftir afsögn biskups, heldur beðið um að hann víki úr embætti. Því veldur ekki persónuleg óvild, eða þörf fyrir að ýlfra í fjölmenni, heldur vilji til þess að rannsóknarnefnd Kirkjuþings geti starfað með trúverðugum hætti.

Dómsmálið vegna stöðuveitingar sendiráðsprests í Lundúnum virðist í pistlinum haft til marks um hefnigirni úlfsins. Mál mín unnust á báðum dómstigum og má lesa dómana á heimasíðum Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Þjóðkirkjan var dæmd fyrir að brjóta jafnréttislög og gert að borga skaðabætur, en upphæð var ekki tilgreind í dómnum. Dómkvaddur matsmaður var því kallaður til og Biskupsstofa kallaði eftir yfirmati. Bótakrafa mín var byggð á matsgerðunum og vannst málið á varakröfunni. Hvorugur deiluaðila áfrýjaði seinni dómnum og voru mér greiddar skaðabætur í samræmi við hann. Dómurinn hefur þegar haft fordæmisgildi og áhrif á gang jafnréttismála innan kirkjunnar. Ég á ekki harma að hefna vegna stöðuveitingar í London, enda hefur tjón mitt verið viðurkennt af dómstólum og skaði minn greiddur.  Málareksturinn kostaði mig andvökunætur á sínum tíma, en hann gaf mér einnig sterkari rödd og mál til að berjast fyrir því sem ég tel í anda sannleikans.

Kolbrún telur að úlfarnir í prestahjörðinni elski ekki sannleikann og virði ekki samstöðu og samheldni. Ég hygg að samstaða stéttar minnar sé mikil, en hinum prestvígðu ber ekki aðeins skv.siðareglum að virða kollega sína, heldur ala önn fyrir þeim sem eru ung og órétti beitt. Til að mæta því skylduboði þarf stundum að taka sannleikshag alls úlfaflokksins fram yfir samheldni hinna ráðandi úlfa. Ég var ein ellefu presta sem rituðu Ólafi Skúlasyni bréf 1996 og báðu hann að fara í leyfi meðan mál hans yrði rannsakað og undirbjó með fleirum tillögu á Prestastefnu sama ár um að hann viki úr embætti. Ég vildi að ég hefði gert meira og sinnt konunum sem hann braut gegn. Ég hef síðustu fjórtán ár barist fyrir rétti samkynhneigðra til kirkjulegrar vígslu og tók þátt í baráttu 111 prests, djákna og guðfræðings fyrir einum hjúskaparlögum  í sumar. Ég hef talað fyrir umhverfisverndaráherslum og barist fyrir jafnrétti kvenna og karla á vettvangi kirkjunnar. Ég lýsti yfir stuðningi við biskup Íslands þegar hann vék Selfossklerki úr embætti síðastliðið haust vegna ósæmilegrar hegðunar þess síðarnefnda gagnvart ungum sóknarbörnum sínum. Ég vil að yfirstjórn kirkjunnar geri upp skuld sína við konurnar sem hún brást árið 1996.

Eitt megineinkenni úlfsins er tryggð og umhyggja fyrir öllum meðlimum flokksins, stórum jafnt sem smáum. Úlfur er tvíbent tákn í Biblíunni. Það vísar að sönnu til vargsins sem leggst á lambið (sem í líkingu Kolbrúnar virðist einkum vera biskup Karl). Úlfurinn er líka spámannlegt tákn fyrirmyndarríkisins og friðarins. Þegar úlfurinn liggur hjá lambinu kemur saman hin villta mergð og hin tamda hjörð í frelsi og friði. Í hinni messíönsku von er því ekki alvont að heyra til úlfynjum.

Sannleiksandi og sannleiksnefnd. Fréttablaðið 10. júní 2011

Hvítasunnan er hátíð heilags anda, sem er kærleiksönd, sannleiksandi, friðarband og einingarafl. Hildigerður frá Bingen (1098-1179) orðaði lofgjörð til heilags anda fagurlega í sálmi sínum: Ó Guð, kraftsins iða, sem streymir yfir allt/ þú tengir allar þjóðir./ Vindar hefja sig til flugs, steinarnir safna vætu/ og jörðin svellur af lifandi grænsemd. Hvítasunna er hátíð kirkjunnar og oft hefur það samfélag endurspeglað kraftsins iðu sem tengir það saman. Kirkja í sinni víðustu mynd er ekki stofnun og ekki hús, heldur hreyfiafl, knúið áfram af lifandi grænsemd. Stundum hafa menn gleymt að án sannleika verður enginn friður og að án kærleikans verður enginn eining.

Í dag kynnir rannsóknarnefnd um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot fyrrverandi biskups niðurstöðu sína. Tilfinning mín gagnvart því sem koma skal einkennist jafnt af stolti og skömm. Ég er stolt yfir því að sannleiksnefnd og sannleiksskýrsla hafi orðið að veruleika, að Kirkjuþing sem skipað er að meirihluta leikmönnum sem eru fulltrúar safnaðanna hafi tekið forystu í málinu og að þingið komi saman af þessu tilefni 14. júní. Ég er líka full af skömm yfir því að þörf hafi reynst á slíkri nefnd og skýrslu.  Ég hef þær væntingar til þingsins að þar tali leikir og lærðir saman í anda og sannleika og í lifandi kirkju. Kirkjuþing hefur ekki agavald innan hins þjóðkirkjulega ramma, en raddir þær sem koma frá söfnuðunum og hinnar vígðu þjónustu geta hljómað af festu og yfirvegun um þetta mál og þannig haft mikil áhrif. Atburðir og orð næstu viku fá úr því ráðið hvort verði ofaná, stolt yfir framförum eða skömm yfir mistökum.

Hvítasunnan er hátíð helgrar andar, hátíð sannleiksandans. Á Íslandi í ár verður hún líka helgi sannleiksnefndarinnar, þar sem reynt verður að gera erfiðri sögu skil og þar sem hin veiku og smáu hafa rödd og mál til jafns við hin valdamiklu og vel tengdu.  Öll eru þau kirkjan, og á þeim gæti öndin í sannleika byggt lifandi grænsemd.

Höfundur er sóknarprestur í Reykjavík og doktor í guðfræði.

Síðan mín

Velkomin á síðuna mína. Þar er á aðgengilegan hátt hægt að fletta upp fræðilegum ritsmíðum mínum, prédikunum og blaðagreinum. Þar birti ég líka það sem mér dettur í hug að segja um lífið og tilveruna.