Agurker med angst

En vitse på Facebook siger at fordi vår kropper består 70% av vann så er vi som agurker med angst. Når vi, de engstelige agurker, kommer ut av kirken med dåpsfatet og heller vannet sakte ut på jorda,
så får hele jorden være med i et påskedrama om liv og glede.

Saltkjöt og baunir, túkall

Það er svo gaman að elda mikinn mat í rólegheitum. Nú er fastan að byrja á öskudaginn og bolludagur og sprengidagur á næsta leiti. Mig langar í saltkjöt og baunir. Hér í Noregi þar sem ég bý er auðvelt að komast yfir gott svínakjöt, bæði saltað og ósaltað. Ég fjárfesti í söltuðum svínabóg fyrir lítinn pening í súpuna. Og svo er eldað, hægt og rólega og hugsað, borðað, hitað upp og borðað meira. Þykkar, matarmiklar súpur verða bara betri þegar þær eru hitaðar upp í annað og þriðja sinn.

Hér er uppskriftin, ef uppskrift skyldi kalla, því að hún breytist eftir því sem til er í ísskápnum.

500 grömm þurrkaðar gular baunir
Mikið, mikið vatn, ca 4 lítrar eða svo
2 laukar
4 gulrætur
1 gulrófa
3 lárviðarlauf
dálítið sellerí og eða annað rótargrænmeti úr ísskápnum
timiankrydd og kannski rósmarín líka
Saltur svínabógur (eða salt lambakjöt og beikon með, eða ósaltur svínabógur og beikon, eða…(frjáls eyðufylling)

Baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og vatninu síðan hellt af. Þegar baunirnar eru lagðar í bleyti og vatninu hellt af, þá nær maður ýmum efnum úr baunum og minnkar hættuna á vindgangi, sem oft er fylgifiskur baunaáts. Þá þarf líka minna að veiða ofan af súpunni, þegar baunirnar sjóða. Baunirnar settar í ferskt vatn og suðan látin koma upp. Síðan er allt sett í pottinn, kjötið og grænmetið og látið malla á meðalhita, þar til baunirnar eru orðnar meyrar og helst maukaðar. Síðan er beinið af kjötinu veitt upp og lárviðarlaufin og súpan er tilbúin.

Saltkjöt og baunir

Hér er ég búin að setja allt í pottinn og svo má þetta malla lengi vel.

 

„Góðar himnaríkisgátur“ Sálmþýðing

Fyrir jólin setti ég nokkrar sálmþýðingar og frumsamda sálma sem ég hef unnið að hér inn á vefinn. Einn af þeim var eftir John L. Bell um flóttamannavandann, sjá hér. Um daginn var ég í biskupsvígslu í Bodø og heyrði þá annan undurfallegan sálm eftir John Bell í norskri þýðingu Hans Olav Mørk. Sálmurinn er númer 104 í norsku sálmabókinni og tilheyrir opinberunartíðinni, sem samsvarar sunnudögum eftir þrettánda og níuviknaföstunni í íslensku kirkjunni. Sálmurinn hentar vel til söngs í kirkjum frá jólum til páska, vegna þess að atburðirnir sem hann lýsir rekja leið Jesú frá Betlehem til Jórsala. Sálmurinn hefur hljómað í eyrunum á mér síðan í Bodø og ég fann að ég varð að þýða hann yfir á íslensku. Það var einkum viðlagið sem ég féll fyrir, það er svo gaman að syngja um líf, leik og hlátur sem Guð gefur.

John Lamberton Bell er skoskur prestur fæddur 1949, sem tengdur er samkirkjulegum félagsskap sem kenndur er við miðaldaklaustrið Iona vestur af Skotlandsströndum. Hann orti sálminn árið 1987. Lagið er eftir írska vísnaskáldið Francis McPeake , og kallast „Wild Mountain Thyme“. Zacs Hicks lagsetti árið 2011. Hans Olav Mørk er norskur prestur og vísnasöngvari fæddur 1956. Hann er höfundur margra vinsælla sálma í norsku sálmabókinni.

Það er krefjandi verkefni að snúa góðum sálmum yfir á hljómmikið fallegt mál sem syngst vel. Stundum fer þýðandinn sínar eigin leiðir. Þegar ég skoða þýðingu Mørk á Bell finnst mér margt í þýðingunni betra en frumtextinn. Þessi þýðing er því hvort tveggja í senn þýðing og þýðing á þýðingu, eftir því sem mér fannst falla betur að íslensku máli og boðskapnum.

Sjálfri finnst mér áhugavert a skoða blæbrigði ólíkra þýðinga og læt því fylgja með lista yfir eigin ákvarðanir í þýðingunni:

  • Mér finnst fallegt að sjá í frumtexta Bells hvernig hann notar staðarnöfnin úr guðspjöllunum frá Betlehem til Galíleu og Getsemane til að flytja sálminn frá einu æviskeiði Jesú til annars. Staðanöfnin eru ekki í norsku þýðingunni, en ég ákvað að halda þeim.
  • Sálmurinn er í þátíð hjá Bell og Mørk utan viðlagsins sem er í nútíð. Ég hef valið hér að hafa hann í nútíð og býð því lesandanum með í ferðalag hugans þangað sem þessir atburðir gerast.
  • Frumtextinn nefnir alltaf Krist í sömu hendingu sálmsins. Bell kallar Krist „the most precious Word of Life“ og Mørk „Guds dyrebare Ord„. Ég vildi gjarnan hafa möguleika á ólíkum stuðlum í hendingunni og tala því um hið „blíða,“, „hlýja“, „væna“,“fagra“ og „bjarta““lífsins orð“ sem liggur vafið inn í peysuna hans Jósefs, gefur svöngum mat og vonarboðskap, er svikinn og smáður, biður fyrir þeim sem ofsækja hann og reis upp á páskadagsmorgun.
  • Ég skipti Galíleuvatni út fyrir Genesaretvatn af því að það passaði betur við hrynjandina, en bæði nöfnin eru notuð um stöðuvatnið norðaustur af Nasaret.
  • Mér fannst áhugavert hvernig Mørk tekur upp orðalagið frá sköpunarsögunni í fyrstu Mósebók í versinu á páskadagsmorguninn og reyndi að koma því á framfæri í íslensku þýðingunni.
  • Ég tók mér skáldaleyfi á að tala frekar um svikin en handtökuna í garðinum í fjórða versi.
  • Bell talar um að fólk hafi heyrt Jesúbarnið hjala (gurgle þýðir eiginlega að búa til hljóð með munnvatni). Ég lét mér detta í hug að Jesúbarnið hafi lent í sömu hremmingum og mörg önnur kornabörn og verið með magakveisu. Mér líkar vel að draga upp myndir af holdtekjunni, sem ekki eru bara póstkortamyndir af upphöfnu smábarni, heldur barni sem er stundum hlandblautt og er illt í maganum. Það eru myndir sem ég skil og tengi við frá tíma mínum sem ungbarnamóðir. Og kannski var Jesúbarnið með kveisu, hver veit?

Hér kemur svo íslenska þýðingin, enski frumtextinn á eftir og norski textinn. Neðst í færslunni má svo heyra hljóðupptökur af laginu í enskri og norskri gerð.

Út við bæinn Betlehem, blautur inní Jósefs peysu,
liggur lífsins Orðið blíða, ljúflingur með magakveisu.
Og við skynjum Drottins náð.
Hann er hér, köllum á hann!
Lífið færir, leik og hlátur,
góðar himnaríkisgátur.
Og við skynjum Drottins náð.

Vestan við Genesaret vongóð stefnir til hans þvagan,
heyrir lífsins Orðið hlýja, hlýtur líka brauð í magann.
Og við skynjum Drottins náð.
Hann er hér, köllum á hann!…

Innan garðs í Getsemane, getur líta stað afvikinn.
þar  sem lífsins Orðið væna er með lúmskum kossi svikinn.
Og við skynjum Drottins náð.
Hann er hér, köllum á hann!…

Hauskúpu á hæðinni hvergi bjarmar fyrir röðli.
Biður fagra lífsins Orðið fyrir morðingja og böðli.
Og við skynjum Drottins náð
Hann er hér, köllum á hann!…

Árla dags í Jórsölum opnast dyr með gleðihljómi,
þá er bjarta lífsins Orðið brýst mót auðnardjúpi´og tómi.
Og við skynjum Drottins náð.
Hann er hér, köllum á hann!…

Frumtexti Bell frá árinu 2011 er svona:

In a byre near Bethlehem passed by many a wandering stranger
The most precious Word of Life was heard gurgling in a manger
For the good of us all

By the Galilean Lake where the people flocked for teaching
The most precious Word of Life fed their mouths as well as preaching
For the good of us all

And He’s here when we call Him bringing health, love, and laughter
To life now and ever after for the good of us all

Quiet was Gethsemane camouflaging priest and soldier
The most precious Word of Life took the world’s weight on His shoulder
For the good of us all

On the hill of Calvary place to end all hope of living
The most precious Word of Life breathed His last and died, forgiving
For the good of us all

In a garden, just at dawn near the grave of human violence
The most precious Word of Life cleared His throat and ended silence
For the good of us all

Og svo er hér þýðing Mørk:

I et skur ved Betlehem gjemt i Josefs store trøye,
lå Guds dyrebare Ord som et nyfødt barn i høyet.
Og vi ser: Gud er god.
Han er her når vi synger, Han gir liv, lek og latter,
himmelrikets skjulte skatter. Og vi ser: Gud er god.

Han fikk se et folkehav, uten håp og uten føde,
og Guds dyrebare Ord mettet alle i det øde.
Og vi ser: Gud er god.
Han er her …

Skjult av hagens mørke trær sto soldater for å ta ham,
og Guds dyrebare Ord bar det korset verden ga ham.
Og vi ser: Gud er god.
Han er her…

Naglet fast til dødens tre, under himmelhvelvets torden,
ba Guds dyrebare Ord for en bøddel og en morder.
Og vi ser: Gud er god.
Han er her…

Gjennom hagens klare dugg, som i jordens første morgen,
brøt Guds dyrebare Ord ut av tomheten og sorgen.
Og vi ser: Gud er god.
Han er her …

Og hér eru að lokum hljóðupptökur af enska sálminum (sjá hér, hnappurinn til að hlusta á hljóðskrána er hægra megin við myndina af plötuumslaginu) og norska sálminum (sjá hér).

Nóturnar úr norsku sálmabókinni eru hér: I et skur. noter

Njótið!

 

Fredsfyrsten

Preken på julenatt 2015 i Brønnøy kirke

 I.
De ser på barnet i taus beundring. Barnet er så smått, mindre en de hadde forestilt seg. Ansiktet er rødt, hoven og med nyfødtkviser men også fredelig og vakker. Barnet sover og har sin bittesmå tommelfinger i munnen.  De står tause og ser på barnet som de var gitt denne juleaften.

Store søster hadde kledet seg i sin fineste kjole og satt sløyfe i håret. Og storebror kunne ikke lenger stå og se på dette små barnet. Han var blitt urolig i sine fine kleder og hans vannkammede hår er ikke så pent som den var for to minutter siden. Han går til den små vuggen og setter leketøyet som han har kjøpt for det små barnet som velkomsthilsen i verden. Barnet i vuggen siger ingenting og rører seg ikke. Så blir store bror sint og begynner å gråte. Han siger:  «Barnet sagde ikke takk for gaven.»

II.
Et barn er oss født,
en sønn er oss gitt,
herreveldet er lagt på hans skulder.
Han har fått navnet
Underfull rådgiver, Veldig Gud,
Evig far,
Fredsfyrste.
 
Vi har samlet sammen foran krybben i juletid. Forsett er vi invitert til en gammel historie, hvor alt kan skje, hvor fattige mennesker møter de kongelige, hvor engler og himmelske hærskarer som lyser opp mørkret og et lite barn er født for verden. Et barn er oss født.

Hva er dette barn for deg, kjære Krists venn?
Hvorfor leser vi denne gamle historie, igjen og igjen?
Barn vokser gradvis fra mange ting fra barndommen,
Vokser vi fra denne historie?
Er det viktig at vi har blitt gitt en sønn og født et barn?
Vi hører hver dag i aviser og media at vi får noe
Hvis vi er gode nokk kunder.
Hvert minutt er vi lovet noe nytt,
Nye resultater,
Nye varer,
Nye drømmer,
Bare for oss og på en rimelig pris.
Men barn er ikke kjøpt og ikke et gods.
Barn er ikke en gave som man setter i hyllen eller i vinduen.
Barn må stelles, den trenger omsorg og kjærlighet
Og når man elsker, så må man ofre noe av tid, oppmerksomhet og energi

Hva slags mening gir det at et barn er oss født?

III.
Barnet sagde ikke takk for gaven og store bror gråt. Barnet var annerledes en han hadde forventet. Man kunne ikke leke med den, den gav ingenting og lot som at han ikke var til. Og han som hadde kledt seg i fineste og beste tøy til å møte den. Og så var besøket over uten at barnet hadde åpnet øynene.

Store søster er lidt eldre og kanskje har hun forstått at det ikke er lett for en familie å ta imot denne store gave. Hun ville trenge å ofre noe. Mor og far ville ha mindre tid for henne. Kanskje trenger hun å passe bror imens mor og far stelte de nye barnet. Å få et nytt barn er absolutt ikke som å få en ny dukke. Man kan glemme dukken sin hvis man ikke gidder å leke med den eller får en nyere modell. Dukken har ingen krav på oss.

Men det er komplisert med barn.
Den blir aldri akkurat som vi hadde forestilt oss.
Barn er ikke til bruks og har ingen spesiell nytte.
Barn minner på seg.
Barn endrer seg liksom oss.
Barn elsker på en impersonal måte og den kjenner oss å elske på en ny måte
Som gir alt og krever ingenting.
Min oldemor Sigridur sagde
At spedbarn snakker hebraisk
Fordi hebraisk er englenes språk.

Min oldemor hadde aldri hørt hebraisk,
Men for henne var det det mest mystiske språk i verden
Og hun tenkte seg at akkurat barna kunne snakke med englene
Som ingen annen kan.

Men det er sant at luft i magen og refleks,
Et nyfødt babys smil
dens fred. sårbarhet og uskyld
er hellig
på en spesiell måte.
Vi kan ikke gjøre noe med den, kjøpt den, bruke den.
Vi kan bare se på
I taus beundring som gjetere
Som nettopp har fått en åpenbaring.

IV.
Vi lever spesielle tider i julen 2015
Vi har opplevd et år av vold

Med den største flyktningkrise som verden har sett siden siste verdenskrig,

Med store terrorangrep i Kamerun , Nigeria, Kenya, Pakistan, Afganistan, Somalia,  Makedonia, Saudi Arabia, Iraq, USA, Niger, Syria, Kuwait, Tunisia, Jemen, Egypt, Tyrkia, Libanon, Frankrig og Mali.

Året 2015 er også et år av ny håp for verden. Alle verdens riker har undertegnet en avtale om begrensning av utslipper som ødelegger ozonlaget og i år er det første året som verden ser bittesmå bedringer av ozonlaget.

Og i Paris ble det undertegnet en klimaavtale som gir klar retning for fremtidig, global klimainnsats.
Det koster å hjelpe flyktninger, gi dem hjem og hjerterom og integrering i norsk samfunn.
Det koster Norge som oljenasjon å søke andre måter å bruke energi.
Det koster tid, energi, penge, omsorg og tålmodighet at ta ansvar for verden og verdens barn.
Men det er også derfor som julens historier og tradisjoner er mere end hyggelige bilder på julekort og kosestund i kirken.
Julen viser oss sårbarheten av å ta imot barn
Å lære oss kjærligheten å kjenne
Og ofre andre herberge og hjerterom
Som menneske mot menneske.

Juleevangeliets kunngjøring om fred er mere en stemning i årets mørkeste måned.
Den viser oss en dyp lengsel for fred
I en usikker verden,
Fred som vi både tar imot av Guds nåde
Og legger noe til
I vårt nærmiljø og som borgere av verden.
Så la oss ta imot et barn som har fått navnet
Underfull rådgiver, Veldig Gud,
Evig far, Fredsfyrste.

V.
Julenatt og vi er samlet ved vuggen,
Ett og hvert ut av mørkret kommer vi
lytter og
venter.

Var det riktig som engelen sagde?
Skal vi søke etter stall og barn og krybbe?
Er det vårt barn, dette her som ikke tar imot våre gaver og leketøy eller vår pynt og fine kleder?
Den sover bare!

Finns det i ærlig talt en Fredsfyrste å tilbe i i verden som er full av uro?
Og se,
Barnet åpner øynene
Og smiler.

Ære være faderen og sønnen og den hellige ånd, som den var i begynnelsen, nå og alltid og i all evighet. Amen.

 

Bildet er fra flyktninger i Tunisia 2011 og ble hentet herfra: http://www.who.int/hac/crises/lby/blog/14march2011/en/libya_baby