-
Hulan há
Mysterium er gjarnan þýtt sem leyndardómur, launung eða ráðgáta en mér þóttu þau orð ekki ná fram blæbrigðunum sem ég var að leita eftir. Svo fann ég fallega kvenkynsorðið hula, sem hvorttveggja nær yfir það sem er dulið í mannheimum og það sem náttúran hjúpar. Mér finnst gott að tala við Guð í kvenkyni og hin háa, helga hula höfðar til mín (afsakið ofstuðlunina í lýsingunum).
-
Árstíðasálmur um náðargjafir
„Sólin hlær á hlýjum degi,“ er eini sálmurinn sem ég hef ort frá grunni, en ekki þýtt. Hann var frumfluttur í útvarpsmessu í Guðríðarkirkju í mars árið 2011. Sálmalaginu kynntist ég á námsárum í Bandaríkjunum. Það er upphaflega írsk vögguvísa, Ar Hyd y Nos. Þessi laglína lét mig ekki í friði og loks var ég búin að smíða fjögurra versa sálm, þar sem hvert vers er tengt einni árstíð og einni náðargjöf, biblíu, skírn, kvöldmáltíð og bæn.
-
Þú fagra tré
Mér finnst mikilvægt að líkingar um guðdóminn séu ekki aðeins í karlkyni. Guð er ekki karl eða kona. En ef maður notar alltaf karllægar myndir um Guð og talar alltaf um Guð sem Hann, þá verða táknmál okkar og ímyndir af hinu heilaga karllægar. Ef líkingar okkar af guðdómnum eru alltaf fjölskyldumyndir, faðir, móðir, sonur, dóttir, systir, bróðir, þá förum við á mis við mörg önnur tengsl sem við eigum við náttúru og dýr, sem geta birt hið heilaga engu síður en fjölskyldur mannveranna. Tungumálið leikur sér að okkur. Í þessum sálmi geri ég tilraunir með óhefðbundið, lífrænt táknmál í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni. Ég tala um Guð sem „fóstrandi þöll“, „fagurt tré“, „umhyggjunnar baðm,““sannan við“ og „víðfaðmandi lífs“.
-
Maríusálmur flóttamanns
Um daginn barst mér splunkunýr sálmur eftir John Bell um flóttamannavandann í danskri þýðingu. Sálmurinn var kynntur á norrænu helgisiðaþingi í Reykjavík nú í nóvember.
-
Sky av vitner: Folkekirka som hellig, åpen og mangfoldig
De helliges samfunn er symbol om relasjon med blikk på Kristus, mellom Gud og mennesker, mellom ulike mennesker, mellom nutid og fortid, mellom kronotoper og mangfoldighet, mellom det folkelige og det tverr-folkelige, mellom klima, dyr, mennesker og alt som lever, mellom de som er begrenset og kontekstuell og det som strømmer over grensen, mellom det som er demokratisk og kontinuerlig. Denne relasjon utformer «en sky av vitner» som Hebreerbrevet preket til oss på siste søndag. Og nettopp fordi communio sanctorum gir oss en sky av vitner så er det et utmerket symbol for en folkekirke som lever og tjener i en relasjon som er åpen, mangfoldig og hellig. Og takk biskop Tor for å vise oss vei til skyen.