-
Gagnrýni á trúarbrögð
Óþol gagnvart lífsskoðunum annarra hjálpar ekki fjölmenningarsamfélaginu. Með því er ég ekki að segja að ekki megi gagnrýna guðstrú eða guðleysi. Ég held því einfaldlega fram að flóra lífsviðhorfa sé miklu stærri og fjölbreytilegri en það sem kemst fyrir í slíkri flokkun. Og eins og Kimball hef ég þá glöðu fjölmenningarlegu trú að mannkyn allt…
-
Hulan há
Mysterium er gjarnan þýtt sem leyndardómur, launung eða ráðgáta en mér þóttu þau orð ekki ná fram blæbrigðunum sem ég var að leita eftir. Svo fann ég fallega kvenkynsorðið hula, sem hvorttveggja nær yfir það sem er dulið í mannheimum og það sem náttúran hjúpar. Mér finnst gott að tala við Guð í kvenkyni og…
-
Árstíðasálmur um náðargjafir
„Sólin hlær á hlýjum degi,“ er eini sálmurinn sem ég hef ort frá grunni, en ekki þýtt. Hann var frumfluttur í útvarpsmessu í Guðríðarkirkju í mars árið 2011. Sálmalaginu kynntist ég á námsárum í Bandaríkjunum. Það er upphaflega írsk vögguvísa, Ar Hyd y Nos. Þessi laglína lét mig ekki í friði og loks var ég…
-
Þú fagra tré
Mér finnst mikilvægt að líkingar um guðdóminn séu ekki aðeins í karlkyni. Guð er ekki karl eða kona. En ef maður notar alltaf karllægar myndir um Guð og talar alltaf um Guð sem Hann, þá verða táknmál okkar og ímyndir af hinu heilaga karllægar. Ef líkingar okkar af guðdómnum eru alltaf fjölskyldumyndir, faðir, móðir, sonur,…
-
Maríusálmur flóttamanns
Um daginn barst mér splunkunýr sálmur eftir John Bell um flóttamannavandann í danskri þýðingu. Sálmurinn var kynntur á norrænu helgisiðaþingi í Reykjavík nú í nóvember.