Maríumessa Magdalenu: Kollekta og ritningarlestrar

Í dag er Maríumessa Magdalenu. Víða er Maríumessa haldin sem sérstakur messudagur og í lúthersku kirkjunni í Bandaríkjunum (ELCA)  er notast við sérstaka kollektu og ritningarlestri ef Maríumessan er haldin.

Hér koma lestrarnir og kollektubænin:

KOLLEKTA:
Almáttugi Guð,
sem treystir fyrstri allra Maríu Magdalenu fyrir fagnaðarerindinu um upprisu sonarins.
Gef að vér megum bera út boðskap um  leiðtoga vorn Jesú Krist,
svo sem hún gerði með vitnisburði sínum,
fyrir Jesú Krist Drottin vornn sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda. Amen.

LEXÍAN: Rutarbók 1:16 Tryggð Rutar
Rut svaraði: „Reyndu ekki að telja mig á að yfirgefa þig og hverfa frá þér því að hvert sem þú ferð þangað fer ég, og hvar sem þú náttar þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. Þar sem þú deyrð þar dey ég og þar vil ég verða grafin. Drottin gjaldi mér nú og framvegis ef annað en dauðinn aðskilur okkur.

Sálmur 73: 23-28 Guð hugsar um okkur
Ég er ætíð hjá þér
Þú heldur í hægri hönd mína
Þú leiðir mig eftir ályktun þinni
Og síðan muntu taka við mér í dýrð.
Hvern á ég annars að á himnum?
Og hafi ég þig hirði ég ekki um neitt á jörðu.
Þótt hold mitt og hjarta tærist
Er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð.

PISTILLINN: Postulasagan 13:26-33 Fagnaðarerindið um börn Guðs
Við flytjum yður þau gleðiboð að fyrirheitið, sem Guð gaf feðrum vorum, hefur hann efnt við okkur börn þeirra með því að reisa Jesú upp. Svo er ritað í öðrum sálminum.
Þú ert sonur minn
Í dag hef ég fætt þig.

GUÐSPJALLIÐ: Jóh. 20: 1-2, 11-18 María í grasgarðinum
Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma að enn var myrkur og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því að kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins sem Jesús elskaði og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni og við vitum ekki hvar þeir hafa lagt hann.
En María stóð úti fyrir gröfinni og grét. Grátandi laut hún inn í gröfina og sá tvo engla í hvítum klæðum sitja þar sem líkami Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta.
Þeir segja við hana: „Kona, hví grætur þú?“
Hún svaraði: „Þeir hafa tekið brott Drottin minn og ég veit ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ Að svo mæltu snýr hún sér við og sér Jesú standa þar. En hún vissi ekki að það var Jesús.
Jesús segir við hana: „Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú?“
Hún hélt að hann væri grasgarðsvörðurinn og sagði við hann: „Herra, ef þú hefur borið hann burt þá segðu mér hvar þú hefur lagt hann svo ég geti sótt hann.“
Jesús segir við hana: „María!“
Hún snýr sér að honum og segir á hebresku: „Rabbúní!“ (Rabbúní þýðir meistari.)
Jesús segir við hana: „Snertu mig ekki. Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og sg þeim: „Ég stíg upp til föður míns og föður ykkar, til Guðs míns og Guðs ykkar.“
María Magdalena kemur og boðar lærisveinunum: „Ég hef séð Drottin.“ Og hún flutti þeim það sem hann hafði sagt henni.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s