Biskupsaldur

Vinur minn gaukaði að mér eftirfarandi upplýsingum um aldur þeirra sem gegnt hafa embætti biskups Íslands. Áður voru tvö biskupsdæmi á Íslandi, í Skálholti og á Hólum en stólarnir voru sameinaðir um aldamótin 1800 og biskupinn fluttur til Reykjavíkur. Fyrst í talnarununni koma nöfn biskupanna, þvínæst ártalið sem þeir tóku við embætti, þá fæðingarár og loks aldursárið þegar þeir tóku við embætti.

Geir Vídalín 1801 1761 40
Steingrímur Jónsson 1824 1769 55
Helgi G. Thordersen 1846 1794 52
Pétur Pétursson 1866 1808 58
Hallgrímur Sveinsson 1889 1841 48
Þórhallur Bjarnarson 1908 1855 53
Jón Helgason 1917 1866 51
Sigurgeir Sigurðsson 1939 1890 49
Ásmundur Guðmundsson 1953 1888 65
Sigurbjörn Einarsson 1959 1911 48
Pétur Sigurgeirsson 1981 1919 62
Ólafur Skúlason 1989 1929 60
Karl Sigurbjörnsson 1998 1947 51

Enginn biskup Íslands hefur verið kona og íslenska Þjóðkirkjan er eina kirkjan á Norðurlöndum sem ekki hefur vígt konu biskupsvígslu (sjá grein mína „Gegnum glerþakið“ sem nálgast má hér). Eins og sjá má hafa fjórir biskupar verið innan við fimmtugt er þeir tóku við embættinu, Geir Vídalín, Hallgrímur Sveinsson, Sigurgeir Sigurðsson og Sigurbjörn Einarsson. Ég er að verða 47 ára í mars og lýsti því yfir í dag að ég gæfi kost á mér til embættisins. Fái ég brautargengi í kosningunum verður að leita aftur í fyrsta biskup Íslands til að finna yngri mann á stólnum, en biskup Geir stóð á fertugu þegar hann tók vígslu.

Rétt eins og í upphafi 19. aldar eru miklar breytingar í vændum á Guðs akri á Íslandi og þörf á nýrri sýn fyrir embættið og kirkjuna alla.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s