Kynningarfundir vegna biskupskjörs

Kirkjuráð ákvað í janúar að halda kynningarfundi með þeim frambjóðendum sem hafa boðið sig fram til biskupsþjónustu. Þeir eru nú orðnir sjö talsins. Framboðsfresturinn rennur ekki út fyrr en á hlaupársdag, svo einhverjir gætu bæst við enn.  Í gær kom fréttatilkynning á vef Þjóðkirkjunnar (sjá hér) um 6 kynningarfundi sem eru:

  1. Reykjavík föstudag  2.3. Háteigskirkja kl. 16. Fyrirhugað er að taka þennan fyrsta kynningarfund frambjóðenda upp á myndband og birta á vef kirkjunnar í framhaldinu til að auðvelda kjósendum að kynna sér frambjóðendur.
  2. Egilsstaðir laugardag 3.3. kl. 13.
  3. Selfoss mánudag 5.3. kl. 20.
  4. Borgarnes miðvikudag 7.3. kl 20.
  5. Ísafjörður fimmtudag 8.3. kl. 20.
  6. Akureyri laugardag 10.3.  kl. 13.

Ég er mjög ánægð með að þessir fundir skuli verða að veruleika og finnst að með þeim sé áfram haldið í átt til virkrar þátttöku, kynningar og lýðræðis, þótt auðvitað hefði ég viljað hafa fundina fleiri. Þetta er dýrmætt tækifæri til að sjá frambjóðendurna ræða saman og spyrja þá spurninga. Það er líka jákvætt að taka á fyrsta fundinn upp á myndband og sýna á vef kirkjunnar. Þar með geta þau sem eru tölvutengd og eiga ekki heimangengt á sinn fund fylgst með. Ég vona að allir fundirnir verði teknir upp, því að viðfangsefnin og spurningarnar geta verið mjög ólíkar eftir landssvæðum.

Í auglýsingunni kemur ekkert fram um að fundirnir séu opnir almenningi og að allir séu hvattir til að mæta. Ég ætla bara rétt að vona það að svo sé!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: