Nýlega kusu kjörmenn í biskupskosningu fyrstu konuna til embættis biskups Íslands.
Biskupskosningum er ekki lokið í íslensku þjóðkirkjunni og nú er kosið um hinn forna Hólastól. Umsóknarfrestur er runnin út og aðeins tveir hafa gefið kost á sér til biskups á Hólum, þau sr. Kristján Björnsson í Vestmannaeyjum og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Ég hef ekki atkvæði í kosningunum á Hólum, vegna þess að ég er prestur í Skálholtsstifti. En ég myndi ég gefa Solveigu Láru atkvæði mitt ef ég mætti kjósa. Hún er frjálslyndur guðfræðingur sem hefur verið framarlega í baráttunnni fyrir einum hjúskaparlögum. Hún mun hjálpa þjóðkirkjunni í átt til framtíðarinnar bæði guðfræðilega og kirkjupólitískt.
Ég er sannfærð um að séra Solveig Lára verði kosin Hólabiskup nú í vor. Og þá verður íslenska þjóðkirkjan fyrsta kirkjudeild sögunnar til að vera að meirihluta skipuð kvenkyns biskupum.
Við lifum sannarlega merkilega tíma. Biskupur um biskupur frá biskupum til biskupa.
Færðu inn athugasemd