Meiri hluti starfandi biskupa konur

Mikil tíðindi hafa gerst í íslensku þjóðkirkjunni í dag. Allt í einu á sú forna kirkja tvö kvenkyns biskupsefni, því að séra Solveig Lára Guðmundsdóttir var í dag kosin Hólabiskup fyrst íslenskra kvenna.  Íslenska þjóðkirkjan var þangað til á þessu ári eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur vígt konu til biskups. Nú höfum við skriðið úr jafnréttistossasætinu og í haust verður meirihluti íslenskra biskupa sem starfa í þjóðkirkjunni konur. Ég veit ekki um nokkra kirkjudeild í heiminum þar sem sú er raunin. ‘

Í orþodoxakirkjum,  rómversk-kaþólsku kirkjunni og fjölmörgum mótmælendakirkjum mega konur ekki gegna vígðri þjónustu. Þess vegna er það svo óumræðilega gleðilegt þegar kirkja opnar þeim allar dyr, heimilar þeim að vera sameiningartákn kirkju sinnar og leggur þeim lykla og mannaforráð í hendur.

Húrra!  Lifi jafnréttið! Til hamingju Solveig Lára og kirkjan öll!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: