Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér ýmsum hliðum á umhverfisvernd og trúarbrögðum. Mér finnst áhugavert að lesa texta kristinnar trúar frá sjónarhóli umhverfisvárinnar í heiminum. Auka þessir textar og túlkunin á þeim á það ófremdarástand sem við búum við? Er trúarbrögðunum á einhvern hátt um að kenna hvernig komið er fyrir okkur? Eða má finna í þeim kraft, bjartsýni og virðingu fyrir lífi sem er mikilvægt til umhverfisverndar? Eða allt þetta?
Heimasíðan Gróska og Guð var stofnuð fyrir rúmum mánuði. Þar er safnað inn hugleiðingum um trú, náttúru og umhverfisvernd. Flestar þessar hugvekjur ganga út frá kristnum textum, en það væri fengur að því að fá inn hugleiðingar út frá öðrum trúarbrögðum, textum og hefðum.
Það væri gaman ef þið vilduð kíkja á gróskusíðuna og leggja til hennar með athugasemdum og/eða hugleiðingum. Endilega lækið síðuna okkar á FB, http://www.facebook.com/groups/398967746813498/, þá birtast nýjar hugvekjur jafnóðum í stöðuuppfærslum.
Umhverfisvernd er málefni allra.
Færðu inn athugasemd