Upplýsingalög og mannaráðningar hjá þjóðkirkjunni

Staða biskupsritara var auglýst 23. júní og er það í fyrsta sinn sem staða nánasta samstarfsmanns biskups hefur verið auglýst. Lögunum hafði verið breytt frá því að síðasti biskupsritari var ráðinn. Það er eðlileg krafa í lýðræðisríki að stöður séu auglýstar  og að ráðningarferlið sé sem gagnsæjast. Umboðsmaður Alþingis hefur nýlega sent frá sér ábendingar þar sem stöðuveitingar  án auglýsingar hjá ríkinu eru harðlega gagnrýndar. Ábendingarnar má lesa hér og þær eru settar fram til að „auka traust á stjórnsýslunni almennt“.

Stjórnsýsla þjóðkirkjunnar á að vera til eftirbreytni og þess vegna er ég sérstaklega glöð yfir því að staða biskupsritarans skuli hafa verið auglýst. Umsóknarfrestur rann út 8. júlí og nú er kominn sá 18. júlí. Mig er farið að lengja eftir því að sjá hverjir sóttu um stöðuna.

Samkvæmt 4. grein Upplýsingalaga er ýmislegt í stjórnsýslunni undanþegið upplýsingarétti:

Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til:
1. fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi;
2. bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað;
3. vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá;
4. umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða; þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.

Leturbreytingar í tilvitnuninni eru mínar.

Sumsé, ýmislegt er undanþegið upplýsingarétti, en upplýsingar um nöfn umsækjenda um stöður á að gefa upp þegar umsóknarfrestur er runninn út. Um biskupsstofu gilda stjórnsýslu og upplýsingalög. Þar með gildir síðari hluti fjórðu greinarinnar einnig um hana.

Og nú væri gott að fá listann yfir alla umsækjendur. Stjórnsýslan á að vera gagnsæ og skilmerkileg. Þannig má, eins og umboðsmaður segir  „auka traust á stjórnsýslunni almennt“.

Eitt svar við “Upplýsingalög og mannaráðningar hjá þjóðkirkjunni”

  1. […] bloggfærslu í dag um mikilvægi þess að gefa upp nöfn umsækjenda um opinbera stöðu, sjá hér. Í umræðunni á Facebook og víðar hefur spurningunni verið varpað fram um hvers vegna þetta […]

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: