Ég er að baka seytt rúgbrauð eftir uppskrift tengdamömmu minnar, Helgu Svönu Ólafsdóttur. Ég get óhikað mælt með þessu brauði.
6 bollar rúgmjöl
3 bollar heilhveiti
4 stórar tsk natron
1 1/2 lítri súrmjólk
1/2 bolli mjólk
3 tsk salt
4,5 dl sýróp (ef Lyle dollurnar eru notaðar, þá 1 dolla og 2 msk síróp)
Ofninn er hitaður í 125-130 gráður á Celcius. Deigið er hrært í höndum eða í hrærivél. Rúgbrauðið baka ég í heilu lagi í steikarpottinum mínum, en það er líka hægt að nota mjólkurfernur eða bakstursform. Brauðið er bakað í fjóra tíma á þessum hita en síðan er hitinn lækkaður niður í 110 gráður og brauðið bakað í 4-5 tíma í viðbót.
Ef þið eigið brauðvél er líka hægt að helminga uppskriftina, stilla á kerfi fyrir gróft brauð og skella bakstursforminu svo í heilu lagi í ofninn á 110 gráður í fjóra tíma eftir að brauðvélarbaksturinn er búinn til að seyða brauðið.
Færðu inn athugasemd