Myndir af atkvæðum

Ég er farin að sjá myndir á FB sem fólk tekur af utankjörstaðaratkvæðunum sínum og mér finnst það verulega slæmt.

Sjá 63. grein kosningalaga nr. 24/2000:

Að þessu loknu fær kjósandi afhent kjörgögn. Skal hann síðan aðstoðarlaust og án þess að nokkur annar sjái rita atkvæði sitt á kjörseðilinn á þann hátt er segir í 2. mgr. 62. gr. og setja atkvæðið í kjörseðilsumslagið…

85. gr.:

Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.“

Lagagreinin um að kjósandi gæti þess að enginn sjái hvernig hann ráðstafar atkvæði sínu er sett til að koma í veg fyrir að hægt sé að selja atkvæði sitt eða neyða fólk til að styðja tiltekinn stjórnmálamann eða flokk. Þessi regla skiptir máli fyrir lýðræðið.

Ég tek það fram að ég er ekki að tjá mig um að aðstoðarmenn fatlaðs fólks fái að fylgja þeim í klefa, heldur þessar fáránlegu snjallsímamyndatökur.

Eitt svar við “Myndir af atkvæðum”

  1. Í ljósi þess sem ég skrifaði á Afgrunnið í gær um snjallsíma í kjörklefum er áhugavert og jafnframt sorglegt að sjá þessa mynd: http://www.flickmylife.com/archives/30619. Þetta er alvöru vandamál.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: