Snowden

Árið 2004 sat Bobby Fischer í fangelsi í Japan. Hann var vegabréfslaus. Hann skrifaði Davíð Oddsyni og bað um landvistarleyfi á Íslandi. Og viti menn Fischer varð íslenskur ríkisborgari, vegna þess að vilji stóð til þess. Þjóð og valdhafar sýndu landflótta manni gestrisni og létu sig ekki þótt Bandaríkjamenn fyrtust við.

Nú hefur Edward Snowden setið á flugvelli í Rússlandi í heila viku og kemst ekki úr landi. Hann hefur verið sviptur bandarísku vegabréfi sínu. Hann hefur beðið um hæli á Íslandi og tuttugu öðrum löndum en hefur fengið allnokkrar neitanir á þeirri forsendu að hann verði að vera staddur í landinu til að sækja þar um pólitískt hæli. Íslensk stjórnvöld eru ekki að flýta sér. Hvers vegna getur Ísland galdrað fram ríkisborgararétt handa fyrrverandi skákmeistara, en ekki ungum, hugrökkum manni sem leyfði sér að sýna fram á njósnir Bandaríkjamanna? Þjóðir heims standa í þakkarskuld við Edward Snowden og í staðinn fyrir að taka stolt við honum, fer skrifræðismaskínan af stað.

Áfram Snowden, lýðræðið og gagnsæið og sýnum nú smá hugrekki líka.

3 athugasemdir við “Snowden

  1. Eeeen. Nú erum við í topp-formi í að gefa vegabréf og ríkisborgararétt eftir æfinguna með Fischer. 🙂 þetta ætti ekki að taka langan tima , bara rifja upp hvernig þetta var framkvæmt með Fischer og gera alla rununa í sömu vikunni, og ættum að geta það auðveldlega. 🙂

  2. Ég gef ekkert í skyn um framganginn. En Pútín á ekki eftir að bíða neina tvo mánuði með Snowden á flugvellinum.

  3. Við skulum gæta allrar sanngirni… Fischer sótti um ríkisborgararétt í janúar og fékk hann í mars. Þetta var ekki, eins og ritari gefur í skyn, að það hafi aðeins eitt bréf þurft til og málið dautt…

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s