Lýðræðið og ESB

Ég er miður mín yfir fréttum gærdagsins um að lögð hafi verið fram þingsályktunartillaga um viðræðuslit við ESB, en samkvæmt fréttum er yfirgnæfandi meirihluti innan beggja þingflokka við tillöguna.

Ég er í hópi þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá og aukið lýðræði, þar sem vilji þjóðarinnar hverju sinni komi fram með sem skýrustum hætti. Íslenska þjóðin var á vegferð til beinna lýðræðis á árunum eftir hrun og tillögurnar að nýrri stjórnarskrá undirstrikuðu þessa þrá eftir nýrri sjálfsmynd og aukinni ábyrgð almennings á eigin framtíð.

Á síðasta kjörtímabili voru raddirnar um að þjóðin fengi að kjósa og að hlustað yrði á vilja þjóðarinnar sterkar innan stjórnarandstöðunnar. Til urðu hreyfingar, sem söfnuðu undirskriftalistum og þrýstingi til að koma umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og fólkið í landinu ræddi málin. Það kom á kjörstað og lýsti vilja sínum. Það axlaði ábyrgð á eigin framtíð.

Nú eru uppi aðrir tímar, þar sem sjálfsagðar og eðlilegar kröfur almennings um að fá að hafa áhrif á eigið líf eru hunsaðar. Stjórnarflokkarnir sýna með þessu gríðarlega forræðishyggju. Stjórnarskrármálið er í molum og íslensk þjóð fær ekki að kjósa um aðild að ESB.

Hvers vegna eru menn svona hræddir við lýðræði?

2 svör við “Lýðræðið og ESB”

  1. Alveg rétt. Enda segi ég: „Á síðasta kjörtímabili voru raddirnar um að þjóðin fengi að kjósa og að hlustað yrði á vilja þjóðarinnar sterkar innan stjórnarandstöðunnar.“ Þess vegna er það óskiljanlegt að sama fólkið sem barðist fyrir því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur skuli vera á móti því núna.

  2. „Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010“.

    Og hverjir sögðu nei ? Það er hér að neðan !

    Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: