Messukosssúpa?

Messan á sunnudaginn verður síðasta messan mín í Grafarholti að sinni. Messan er líka útvarpsmessa. Ég á eftir að kveðja svo marga af vinum og vinkonum og góðu samferðafólki og kemst ekki yfir að kveðja alla með heimsóknum. Það er merkileg tilfinning að segja bless eftir tíu ár, ljúfsárt bland af væntingu eftir hinu nýja og söknuði vegna þess sem ég hef notið. Ég hef verið að blaða í prestsþjónustubókunum í dag og hugsa hlýtt til allra þeirra sem ég hef verið með athafnir fyrir og sinnt hér í Holtinu og áður á Norðurlandi og Vestfjörðum.

Mér þætti ákaflega gaman að sjá sóknarbörn og vini mína í messu á sunnudaginn kl. 11. Hrönn organisti og kórinn eru búin að æfa fallegt prógramm, Lovísa kirkjuvörður verður með súpu og það væri gott að geta kysst marga, af því að við hjónin fljúgum út á mánudaginn.

Viltu koma í messu? Faríseinn og tollheimtumaðurinn eru guðspjallið og ég ætla að rifja það upp þegar ég ætlaði að sætta Ísraela og Palestínumenn á Vesturbakkanum.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: