Hulan há

Hvernig orðar maður leyndardóm guðdómsins? „Guð er sú hulan há“ er sálmur sem ég þýddi árið 2012 úr sænsku. Í upphafstextanum er talað um Guð sem mysterium. Ég velti því lengi fyrir mér hvernig ég ætti að þýða það orð. Mysterium er gjarnan þýtt sem leyndardómur, launung eða ráðgáta en mér þóttu þau orð ekki ná fram blæbrigðunum sem ég var að leita eftir. Svo fann ég fallega kvenkynsorðið hula, sem hvorttveggja nær yfir það sem er dulið í mannheimum og það sem náttúran hjúpar. Mér finnst gott að tala við Guð í kvenkyni og hin háa, helga hula höfðar til mín (afsakið ofstuðlunina í lýsingunum).

Guð er sú hulan há,
hjartað eitt skilja má.
Leyndarmál, þel og þrá
þekkt verða´í hennar sjá.
Alskyggndu afli hjá,
öll hverfur misgjörð þá.
Guð er sú hulan há.

Gud er mysterium er sálmur eftir Christina Lövenstam við lag Georg Riedel frá Psalmer i 2000 talet, nr. 908. Textinn er svona:

Gud er mysterium
kännbar i inre rum.
Djupaste hemlighet
rörs där av herlighet
sluts i förlåtelse
hos den som allting vet.
Gud er mysterium.

Lagið er gott og það er auðvelt fyrir barnakór, fullorðinskór og söfnuð að syngja lagið saman, eins og hér er gert í Häganäs kirkju 2011.

Myndin er af Breiðamerkurlóni, þeirri fögru hulu og tekin af Rögnvaldi Guðmundssyni í ágúst 2011.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

Eitt svar við “Hulan há”

  1. Og enn toppar þú sjálfa þig!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: