Þrír ráðherrar og einn forseti evrópskra ríkja koma fram í Panamaskölunum vegna viðskipta sinna við Mossack Fonseca. Um skaðsemi slíkra „paradísa“ fyrir þjóðarbúið má lesa hér. Þessir ráðamenn eru forseti Úkraínu og þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands. Einn íslensku ráðherranna hefur „stigið til hliðar“ en ekki sagt af sér þingmennsku, hinir ráðherrarnir sitja sem fastast.
Þessi þráseta skaðar orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi gríðarlega.
Krafan um þingrof snýst ekki um árangur ríkisstjórnarinnar, um það hvort maður sé hægri eða vinstri í pólitík, um refskákir og fléttur, hvort fólki finnst núverandi forsætisráðherra fínn maður, hvort skattaskjólsfyrirtæki séu ólögleg eða ekki, hvenær sé gott að kjósa eða hvort það var forsætisráðherrafrúin eða forsetafrúin sem vildi fara út í geim.
Hún snýst um þá sjálfsögðu og eðlilegu lýðræðiskröfu að nöfn æðstu ráðamanna þjóðarinnar tengist ekki skattaskjólum.
Það er svo einfalt.Kosningar strax.
Færðu inn athugasemd