Af nauðgunarkærum

Þjóðkunnur maður og kærasta hans hafa í dag verið yfirheyrð vegna ákæru um nauðgun og fréttirnar hafa skekið netheima og fjölmiðla nú síðdegis.

Nauðgunarkærur ganga sína leið í réttarkerfinu eins og allar aðrar ákærur er varða við hegningarlög. Það er að segja þær kærur sem fara alla leið og er haldið til streitu allt til enda. Aðeins hluti nauðgana er hins vegar tilkynntur til lögreglu og margar þeirra kvenna sem kæra nauðgun (brotaþolar eru flestir kvenkyns) draga kærur sínar til baka. Álagið er einfaldlega of mikið, fordómarnir gagnvart þeim sem verða fyrir kynferðisofbeldi ærnir, og oft drjúgir hagsmunir í húfi.

Það þarf kjark til að kæra þau sem hafa beitt mann ofbeldi og ekki síst þegar mikill munur er á stöðu, aldri og bjargráðum viðkomandi. Um þetta valdamisræmi ræðir Drífa Snædal í beittri grein á Smugublogginu.

Sú eða sá sem hefur orðið fyrir órétti á heimtingu á að hlutur hennar/hans sé réttur við fyrir dómstólum. Ég á mér þá ósk að öll þau sem verða fyrir nauðgun geti haldið út allt til enda. Að þau láti ekki kærur niður falla eða áhrif og völd hafa áhrif á sig, heldur gangi þessa götu alla leið fyrir dómstólum.

Við höfum ekki endilega vald á því sem kemur fyrir okkur sem manneskjur í flóknum heimi. En við höfum val um það hvernig við bregðumst við andstreymi og hvað við látum yfir okkur ganga. Dómskerfið dæmir að sönnu ekki alltaf brotaþolum í hag. En dómar, fordæmisgildi þeirra og sá texti og umræðugrundvöllur sem þeir skapa skipta miklu máli.

Og smátt og smátt breytum við heiminum.

3 svör við “Af nauðgunarkærum”

  1. Guðbjörg Jóhannesdóttir

    Bestu þakkir fyrir þessa grein SIgga,

  2. Las þessa grein. Takk.

  3. Takk kærlega fyrir þessa hugleiðingu.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: