Lifur líkamans

Í morgun var ég á akstri í vonda veðrinu  og fór þá allt í einu að hugsa um líkamslíkingu Páls. Ég var að velta fyrir mér hvers konar líffæri biskupsembættið væri ef kirkja Krists væri líkami.  Um daginn skrifaði ég grein um líkingu Páls um kirkjuna sem líkama Krists, (sjá hér) og þau verkefni sem bíða Þjóðkirkjunnar á nýju ári.  Ritningarlestur um kirkjuna sem líkama Krists í Rómberjabréfinu 12:4-5 var pistill síðasta sunnudags og því umhugsunarefni þessarar viku í kirkjunni.

Við höfum á einum líkama marga limi en limirnir hafa ekki allir sama starfa. Eins erum við, þótt mörg séum, einn líkami í Kristi en hvert um sig annars limir.

Ég held að það fari nokkuð eftir því hvers konar mynd fólk gerir sér af biskupsembættinu hvaða líffæri yrði fyrir valinu.

Fyrir einum er biskupsembættið heili líkamans, sem stjórnar öllum hreyfingum hans og sendir boð í allar áttir.

Fyrir annarri gæti biskupsembættið verið blóðrásin sem tengir saman og endurnærir hin ólíku líffæri.

Sá þriðji gæti séð biskupsembættið fyrir sér sem andarkerfið (vestibular system) í innra eyranu. Hlutverk biskupsins samkvæmt þessu sjónarhorni er fyrst og fremst að sjá um að kirkjulíkaminn sé í jafnvægi.

Hin fjórða gæti hugsað sér biskupsembættið sem botnlangatotu. Hún er í líkamanum, en það er líka hægt að skera hana frá án þess að starfsemi líkamans breytist að nokkru marki.

Ég er helst á því að biskupsembættið sé lifur líkamans sem er Kristur. Lifrin er merkilegt líffæri. Hún er stærsti kirtill líkamans og sinnir bæði efnaskiptum eftir þörfum líkamans og hreinsar burtu eiturefni eins og lyf, hormón og alkóhól. Hún geymir ýmis vítamín og virkjar D-vítamín. Hún tengist allri líkamsstjórninni beint og óbeint, en stýrir henni ekki.

Já, ég get vel hugsað mér biskupsþjónustuna í landinu sem lifur líkamans. Slík þjónusta á sér það hlutverk að virkja, hvetja, geyma hin fornu tákn, hreinsa það sem út af ber í safnaðarlífinu og vera í tengslum við alla starfsemi kirkjunnar.

6 svör við “Lifur líkamans”

  1. […] verkefni. Nýlega kallaði ég slíkt verk að vera lifur líkamans sem er Kristur (sjá hér). Og það er þess vegna sem ég tek undir með Arnaldi Mána og vil halda vígslubiskupunum […]

  2. […] og valddreifingu. Ég hef rætt um þessar væntingar í þremur nýlegum greinum, sjá hér, hér og hér. Meðal annars liggur nýtt frumvarp fyrir kirkjuþingi sem gerir ráð fyrir miklum […]

  3. […] og valddreifingu. Ég hef rætt um þessar væntingar í þremur nýlegum greinum, sjá hér, hér og hér. Meðal annars liggur nýtt frumvarp fyrir kirkjuþingi sem gerir ráð fyrir miklum […]

  4. […] og ný þjóðkirkjulög” “Valddreifing og valdefling í kirkjukosningum”  “Lifur líkamans” “Þjóðkirkjan á breytingaskeiðinu” “Gegnum […]

  5. […] Guðmarsdóttir í bloggar um kirkjuna sem líkama Krists og veltir fyrir sér hvaða lífffæri biskupinn sé í þessum líkama. Er hann kannski […]

  6. […] Lifur líkamans, Sigríður Guðmarsdóttir […]

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: