Spurningar til biskupskandídata

Til okkar biskupskandídatanna hefur verið beint fjórum spurningum. Þeir eru beðnir um að gera grein fyrir eftirfarandi atriðum:

1) hvað ógnar Þjóðkirkju Íslands eins og hún birtist þjóðinni í siðferðis-, stjórnmála- og efnahagskreppu.
2) hvernig hún getur mætt þjóðinni, þar sem hún er stödd nú (sjá 1)
3) hvaða verkefni þeir setja á oddinn, til að kirkjan geti mætt þjóðinni (sbr. 2)
4) hvernig þeir hyggjast beita sér til að bæta Þjóðkirkju Íslands.

Þetta eru fínar spurningar sem ég ætla að svara með nokkrum greinum hér á blogginu og á http://www.tru.is á næstunni. Meðan ég leggst undir feld þá bendi ég á yfirlýsinguna mína og þær greinar sem ég hef ritað undanfarið. Í yfirlýsingunni bendi ég á fjóra þætti sem ég ætla að leggja áherslu á ef ég verð biskup. Ég byrja á hinu víðasta og þrengi hringinn smám saman frá hinu almenna samtali, til safnaðanna og síðan inn í stjórnsýslu og starfsmannamál þjóðkirkjunnar. Yfirlýsinguna má nálgast hér. Ég bendi líka á sjö greinar sem ég hef skrifað að undanförnu og birt hér á Afgrunninu:

„Umdeildir leiðtogar“
„Kirkjan öllum opin“
„Lýðræði og ný þjóðkirkjulög“
„Valddreifing og valdefling í kirkjukosningum“ 
„Lifur líkamans“
„Þjóðkirkjan á breytingaskeiðinu“
„Gegnum glerþakið“

Á morgun ríð ég á vaðið með fyrstu grein:  „Hvað ógnar þjóðkirkjunni eins og hún birtist þjóðinni í siðferðis-, stjórnmála- og efnahagskreppu?“  Fylgist með.

4 svör við “Spurningar til biskupskandídata”

  1. […] Í þessum pistli ætla ég að greina helstu áskoranir þjóðkirkjunnar eftir hrun sem m.a. birtast í siðferðilegri, stjórnmálalegri og efnahagslegri kreppu íslensku þjóðarinnar og bregðast þannig við spurningum sem til mín hefur verið varpað, sjá hér og hér. […]

  2. […] þjóðarinnar og bregðast þannig við spurningum sem til mín hefur verið varpað, sjá hér og […]

  3. […] þjóðarinnar og bregðast þannig við spurningum sem til mín hefur verið varpað, sjá hér og […]

  4. Hér eru 33 spurningar í viðbót http://gp.blog.is/blog/gp/. Ég kem til með að flétta þessum spurningum eitthvað saman á næstunni.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: