Hafrakex með anís

Hér kemur uppskrift að góðu hafrakexi með anís. Uppskriftin er í bók Guðrúnar Hrannar Hilmarsdóttur, „Áttu von á gestum?“ (1993), bls. 118-119. Það er margt gott í þeirri bók.

Ég skipti rúgmjölinu út fyrir heilhveiti í uppskriftinni og það var alveg ljómandi gott. Anísinn gefur þessu kexi skemmtilegt bragð. Þetta deig verður betra ef það fær að standa smá stund og því er upplagt að baka þessa uppskrift um leið og staðið er í öðrum fljótlegri bakstri.

2 dl haframjöl
2 1/2 dl mjólk
50 gr. mjúkt smjörlíki
1/2 dl sykur
1/4 salt
2 tsk steyttur anís
2 1/2 heilhveiti
3 dl hveiti
3 tsk hjartarsalt

Haframjölinu og mjólkinni er blandað saman fyrst og látið standa í klukkutíma. Deigið er hnoðað, hveitið sett í deigið smám saman eftir því sem gengur að hnoða. Deigið verður meðfærilegra ef það fær að standa í kæli smástund áður en það er flatt út á tvær bökunarplötur og skorið í ferninga. Notið hrufótt kefli eða stingið deigið með gaffli. Bakað við 225 gráður í 10-12 mínútur. Mjög gott með smjöri og osti.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: