Kolbrún fór í boltann

Kolbrún Bergþórsdóttir vakti athygli í síðustu viku fyrir umdeildan pistil um fréttaflutning af starfslokum Alex Ferguson hjá Manchester United. Hún uppskar hótanir í kommentakerfunum. En eru Manchester United aðdáendur ekki bara að lýsa skoðun sinni á Kolbrúnu, rétt eins og hún lýsti skoðun á aðdáendum fótbolta?

Mörk liggja á milli skoðanafrelsis og hatursorðræðu. Kolbrún Bergþórsdóttir fór niðrandi og alhæfandi orðum um fótbolta og fótboltaaðdáendur, sem sjálfsagt er að hafa skoðun á. Hún veittist ekki að kynferði þeirra sem hún ræddi um, kynhneigð, kyngervi, aldri, trúarskoðun eða þjóðerni. Hún ógnaði ekki því fólki sem hún skrifaði um eða hvatti það til sjálfsmeiðinga. Fólkið sem ógnar henni, segir henni að drepa sig og að hún sé belja í athugasemdum á samfélagsmiðlum, með tölvupóstum og smáskilaboðum er hins vegar ekki að lýsa skoðun sinni, heldur að taka þátt í hatursorðræðu . Þessi tiltekna hatursorðræða virðist beinast mjög að kynferði Kolbrúnar. Hún er kvenfjandsamleg. Hún er ógnandi.

Við eigum að standa vörð um að fólk fái að segja skoðanir sínar. En það er jafnmikilvægt í siðuðu samfélagi að líða ekki hatursorðræðu og rugla henni ekki saman við tjáningafrelsi. Öllum orðum fylgir ábyrgð, líka orðum aðdáenda Manchester United.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: