Guðlast og trúfrelsi

Nýlega hafa þingmenn Pírataflokksins lagt til breytingar á 125. grein hegningarlaga sem fjallar um að bannað sé að smána eða draga dár að trúarkenningum fólks. Mér finnst það gott og jákvætt að „guðlastsákvæðið“ (en svo er ákvæðið um smánun og dár trúarkenninga jafnan nefnt í daglegu tali) skuli vera til umræðu. Charlie Hebdo hryðjuverkin í París minna okkur á það hversu dýrmætt tjáningarfrelsið er og hversu mikilvægt það er að ástunda vandaða umræðu um hreyfiaflið milli tjáningarfrelsis og annarra hliða mannréttinda, s.s. trúfrelsis.

Rétturinn til trúfrelsis er tilgreindur í stjórnarskrá. Það er mikilvægt ákvæði og minnir okkur á hversu margir í heiminum búa ekki við grundvallarréttindi. Hugur minn í upphafi árs 2015 leitar til kristins fólks í Írak sem býr við hræðilegar ofsóknir af ISIS hreyfingunni, en einnig Evrópu þar sem islamofóbía lifir góðu lífi og þar sem gyðingahatri hefur vaxið ásmegin á síðustu árum.

Guðlastákvæði í hegningarlögum gengur hins vegar miklu lengra en ákvæði um trúfrelsi. Trúfrelsi fjallar um að fólki af öllum trúarbrögðum sé heimilt að játa trú sína opinberlega án þess að sér sé ógnað. Guðlastsákvæði í hegningarlögum gengur út á að öðrum sé ekki leyfilegt að gagnrýna þá trúariðkun opinberlega eða draga að henni dár.

Rétturinn til trúfrelsis er óendanlega mikilvægur réttur til tjáningar og lífssýnar. Ég vil geta farið í kirkju og tjáð mig opinberlega um trú mína og lífssýn án þess að sæta fjársektum, fangelsisvist eða ógnunum. En ég virði líka rétt annarra til að finnast lífsskoðanir mínar fáránlegar og að tjá þá skoðun með myndasögu og texta án þess að sæta fjársekt, fangelsisvist eða ógnunum. Eins og norski músliminn Yousef Bartho Assidiq bendir á í góðri grein eftir Charlie Hebdo árásina, eiga engir meira undir tjáningarfrelsinu en einmitt minnihlutahóparnir.

Stöndum vörð um trúfrelsi og tjáningarfrelsi í stjórnarskrá. Það er meginmálið. Og þá má guðlastsákvæðið í hegningarlögunum fara veg allrar veraldar.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: