Þú fagra tré

Hér kemur sálmur sem ég þýddi árið 2008 úr ensku. Hann var frumfluttur við vígslu Guðríðarkirkju og var vígslugjöf mín til kirkjunnar.

Sálmurinn er lausleg þýðing á There in God´s Garden e. Erik Routley (1917-1982) sem birtist fyrst í Cantate Domino 1974, (sjá einnig sálmabók ELCA With One Voice). Þýðing Routleys er aftur byggð á enn lauslegri þýðingu á ungverska sálminum Paradicsomnak te szép élo Fája eftir Pécselyi Király Imre (c.1585–c.1641). Sálmurinn er í þýskri þýðingu nefndur Du schöner Lebensbaum des Paradieses og fylgir frumtextanum nákvæmar en Routley gerir. Lagið við sálm Routleys er eftir K. Lee Scott, sjá meðfylgjandi sálmtúlkun Emily R. Brink.

Ég kynntist þessum sálmi við preststörf í ELCA á árunum 2001-2004 og hreifst mjög að honum. Síðasta árið mitt í Bandaríkjunum þjónaði ég litlum söfnuði ungverskættaðra innflytjenda þar sem fyrstu áratugina hafði verið messað á ungversku einni saman. Þau héldu mikið upp á þennan sálm frá slóðum formæðra og feðra.

Það sem dregur mig aftur og aftur að sálminum um lífsins tré er hin lífræna áhersla Routleys á krossinn sem tré og vínvið, svo og að lýsa syndum heimsins sem sáramerkjum trjáviðarins. Þessi áhersla á hið græna tré sem er Kristur er miðlæg í guðfræði minni og ég kafa nánar ofan í þetta líkingamál í fræðigrein um græna, mýstíska guðfræði á ensku sem kom einmitt út nú í haust (sjá hér: The Green Cross).  Í upphaflega textanum tengdi ungverska skáldið myndmál 1. Mós. 2:9, Op. 2:7b og Op. 22:2 um lífsins tré við krossdauða Krists. Routley hefur síðan bætt um betur og tengt lífskrossinn við hinn sanna vínvið í Jóh. 15.1-5, svo og við boð Jesú til þeirra sem bera þungar byrðar í Mt.11:28. Ég held áherslu Routleys á vínviðinn sem lífstré og krosstré í minni þýðingu, en geri það með vilja að nota orð um íslenska flóru eins og barrnálina frekar en vínviðargreinina, til að leiða fram hjálpræðissöguna í norrænni náttúru í bland við mína fljótandi plótínsku frumspeki. Sálmþýðing mín er líka undir áhrifum frá gamla Hjálpræðisherssálminum „Ó vínviður hreini, þú eilífi eini,“ eftir Sigurbjörn Sveinsson sem Laxness gerði frægan í Sölku Völku.

Mér finnst mikilvægt að líkingar um guðdóminn séu ekki aðeins í karlkyni. Guð er ekki karl eða kona. En ef maður notar alltaf karllægar myndir um Guð og talar alltaf um Guð sem Hann, þá verða táknmál okkar og ímyndir af hinu heilaga karllægar. Ef líkingar okkar af guðdómnum eru alltaf fjölskyldumyndir, faðir, móðir, sonur, dóttir, systir, bróðir, þá förum við á mis við mörg önnur tengsl sem við eigum við náttúru og dýr, sem geta birt hið heilaga engu síður en fjölskyldur mannveranna. Tungumálið leikur sér að okkur. Í þessum sálmi geri ég tilraunir með óhefðbundið, lífrænt táknmál í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni. Ég tala um Guð sem „fóstrandi þöll“, „fagurt tré“, „umhyggjunnar baðm,““sannan við“ og „víðfaðmandi lífs“.

Ungverska skáldið samdi sálm sinn til söngs á langafrjádag og ég sé það fyrir mér að hann gæti nýst vel sem föstu- og píslarsálmur. En hann á líka erindi inn í hið græna tímabil kirkjuársins, sem umhverfis og sköpunarsálmur, sem guðspjallssálmur við Jóh. 15 og jafnvel gæti hann vísað til hins sígræna jólatrés sem Valdimar Briem segir að sé Kristur.

En aftur að Guðríðarkirkju. Megineinkenni Guðríðarkirkju er stór austurgluggi sem vísar út í stóran afluktan garð. Í þeim garði standa bæði krosstákn og reyniviður og ég hafði þá mynd fyrir hugskotssjónum þegar ég mundaði pennann. Ég orti tvær útgáfur af síðasta versinu, eitt fyrir Guðríðarkirkju og eitt fyrir alla aðra sem sálminn vilja nota. Við höfum oft sungið fyrsta, annað og síðasta versið við messu, en þá fer maður á mis við hið hið margbreytilega líkingamál trésins í öllum hinum versunum.

1. Þú fagra tré í garði Drottins góðum,
Græn vaxa blöð til líknar öllum þjóðum.
Yndi mitt vertu, umhyggjunnar baðmur,
útbreiddi faðmur.

2. Fóstrandi þöll af þreki sínu gefur,
Þétt sér að brjósti græðlinginn umvefur.
Vökvar hún sína veikgerðu og þyrstu
Vínviðarkvistu.

3. Veraldar þyrnar vægja hvergi berki.
Visnað ber tréð þá krónu´ og sáramerki.
Lifir þó tréð, það lama megna eigi
lygi og tregi.

4. Laufskrúðið hvíslar: „Hvíld vil ykkur veita,
hvarmana þerra, sorg í gleði breyta.
Komið og þiggið, klöfum þungum hlaðin,
kærleika í staðinn.

5. Nemur við stofn mín nál; ég á þar heima.
Nánd eilífs lífs ég finn frá trénu streyma
Hugró er sál, ég halla mér í svörðinn.
Helg er þín jörðin.

6. Þú sanni viður, víðfaðmandi lífsins,
ver þína grein gegn raun og þyrnum kífsins.
Kirkja þín brumi, blessa hennar aldin,
blómga klæðfaldinn.

Eða:

Þú sanni viður, víðfaðmandi lífsins!
Veit okkur skjól í raun og þyrnum kífsins,
gróður og trú svo glaðvær megi yrkja
Guðríðarkirkja.

 

Sálmalagið finnst mér fallegt og íhugandi. Hér má sjá lagið flutt í messu í Bandaríkjum:

Hér er þýðing Eriks Routley „There in God´s garden“ frá 1974:

1. There in God´s garden stands the Tree of wisdom,
whose leaves hold forth the healing of the nations:
Tree of all knowledge, Tree of all compassion,
Tree of all beauty.

2. Its name is Jesus, name that says, „Our Saviour!“
There on its branches see the scars of suff´ring;
See where the tendrils of our human selfhood
feed on its lifeblood.

3. Thorns not his own are tangled in its foliage;
Our greed has starved it, our depite has choked it.
Yet, look! It lives! It´s grief has not destroyed it
nor fire consumed it.

4. See how its branches reach to us in welcome;
hear what the Voice says, „Come to me ye weary!
Give me your sickness, give me all your sorrow,
I will give blessing.

5. This is my ending, this my resurrection;
Into your hands, Lord, I commit my spirit.
This have I searched for, now I can possess it.
This ground is holy.

6. All heav´n is singing: „Thanks to Christ whose Passion
Offers in mercy healing, strength and pardon.
Peoples and nations take it, take it freely!“
Amen! My master!

 

Og að lokum: Du schöner Lebensbaum, hin þýska þýðing Dieter Trautwein og Vilmos Gyöngyösi frá 1973:

1. Du schöner Lebensbaum des Paradieses,
gütiger Jesus, Gottes Lamm auf Erden.
Du bist der wahre Retter unsres Lebens,
unser Befreier.

2. Nur unsretwegen hattest du zu leiden,
Gingst an das Kreuz und trugt die Dornenkrone.
Für unsre Sünden musstest du bezahlen
mit deinem Leben.

3. Lieber Herr Jesus, wandle uns auf Grund auf,
Dass allen denen wir auch gern vergeben,
Die uns beleidigt, die uns Unrecht taten,
Selbst sich vervehlten.

4. Für diese alle wollen wir dich bitten,
nach deinem Vorbild laut zum Vater flehen,
dass wir mit allen Heilgen zu dir kommen
in deinen Frieden.

5. Wenn sich die Tage unsres Lebens neigen,
Nimm unsren Geist dann auf in deine Hände,
Dass wir mit zuletzt von hier getröstet scheiden,
Lob auf der Lippen.

6. Dank sei dem Vater, unsrem Gott im Himmel,
Er ist der Retter der verlornen Menchheit,
Hat uns erworben Frieden unde Ende,
ewige Freude.

Myndin er af Guðríðarkirkju jólum 2011, myndasmiður Rögnvaldur Guðmundsson.

2 athugasemdir við “Þú fagra tré

  1. Og þessi er líka djúpur. Leitast jafnan við að nota líkingar um Guð í öllum kynjum í minni tjáningu um hið æðsta, hina stærstu vídd og það sem er MEIRA, til viðbótar við hann.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s