Maríusálmur flóttamanns

Mér finnst skemmtilegt að þýða sálma. Um daginn barst mér splunkunýr sálmur eftir John Bell um flóttamannavandann í danskri þýðingu. Sálmurinn var kynntur á norrænu helgisiðaþingi í Reykjavík nú í nóvember. Þýðingin mín kemur fyrst og danski textinn sem þýtt er eftir á eftir, ef einhver á enska frumtextann væri hann þakksamlega þeginn. Í fimmta versi dönsku þýðingarinnar er rætt um flóttamannastrauminn upp að landamærum eftir hraðbrautum Evrópu. Ég valdi aðeins aðra þýðingu á þessari hendingu, vegna þess að aðkoma flóttamanna að eyríkinu í norðri er önnur en á meginlandinu.

Takk til Kristínar Þórunnar Tómasdóttur sem vék að mér sálminum og Magneu J. Matthíasdóttur sem leit yfir sálminn hjá mér og lagði til góðar breytingar. Sálmalagið er einfalt og endar í miðju kafi. Neðst má finna nóturnar, sem Kristín Þórunn  var svo góð að mynda fyrir mig.

EF

1. Ef héti ég María,
hefði barn armi á
og neyddist til að flýja,
nauð og stríð, lands míns vá,
fyndir þú mér friðsælt skjól?

2. Ef allar brynnu að baki
brýr mér heim, minni á ferð
frá voða og vopnabraki,
og vígamanna grimmri mergð,
fyndir þú mér friðsælt skjól?

3. Ef féllu á sprengjur fláar
fagra sveit, sem ég veit,
þær hittu fyrir hús mitt,
heimafólk, dýr á beit,
fyndir þú mér friðsælt skjól?

4. Ef hyrfi um nótt í hafið
hriplekur báturinn,
úr öldum væru dregin,
aðeins ég og grátur minn,
fyndir þú mér friðsælt skjól?

5. Ef langförul ég legði
land við fót, norðurgrjót
og sögu þér ég segði
um sult og angist, meinin ljót,
fyndir þú mér friðsælt skjól?

6. Ef héti ég María
héldi smábarni á
Ef ég héti Jesús…

Her er danski textinn:

Hvis

1.Hvis jeg hed Maria
med et barn på min arm,
tvunget til at flygte
fra mit lands krig og larm,
fandt du så en plads til mig?

2. Hvis den by, jeg kom fra,
var brændt ned og besat
af mit lands soldater,
og jeg var helt forladt,
fandt du så en plads til mig?

3. Og hvis der faldt bomber
på det sted, hvor jeg bor,
og hvis nu de ramte
vores hjem og min bror,
fandt du så en plads til mig?

4. Hvis en båd på havet
helt forsvandt i en nat,
og hvis jeg blev reddet,
men sad helt efterladt,
fandt du så en plads til mig?

5. Hvis jeg havde vandret
op mod nord, og hvis jeg
nu kom til din grænse,
op langs din motorvej,
fandt du så en plads til mig?

6. Hvis jeg hed Maria
med et barn på min arm,
Hvis jeg nu hed Jesus

(John Bell 2015, Værkstedet GudstjenesteLIV)

Maríusálmur flóttamanns

Ein athugasemd við “Maríusálmur flóttamanns

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s