Saltkjöt og baunir, túkall

Það er svo gaman að elda mikinn mat í rólegheitum. Nú er fastan að byrja á öskudaginn og bolludagur og sprengidagur á næsta leiti. Mig langar í saltkjöt og baunir. Hér í Noregi þar sem ég bý er auðvelt að komast yfir gott svínakjöt, bæði saltað og ósaltað. Ég fjárfesti í söltuðum svínabóg fyrir lítinn pening í súpuna. Og svo er eldað, hægt og rólega og hugsað, borðað, hitað upp og borðað meira. Þykkar, matarmiklar súpur verða bara betri þegar þær eru hitaðar upp í annað og þriðja sinn.

Hér er uppskriftin, ef uppskrift skyldi kalla, því að hún breytist eftir því sem til er í ísskápnum.

500 grömm þurrkaðar gular baunir
Mikið, mikið vatn, ca 4 lítrar eða svo
2 laukar
4 gulrætur
1 gulrófa
3 lárviðarlauf
dálítið sellerí og eða annað rótargrænmeti úr ísskápnum
timiankrydd og kannski rósmarín líka
Saltur svínabógur (eða salt lambakjöt og beikon með, eða ósaltur svínabógur og beikon, eða…(frjáls eyðufylling)

Baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og vatninu síðan hellt af. Þegar baunirnar eru lagðar í bleyti og vatninu hellt af, þá nær maður ýmum efnum úr baunum og minnkar hættuna á vindgangi, sem oft er fylgifiskur baunaáts. Þá þarf líka minna að veiða ofan af súpunni, þegar baunirnar sjóða. Baunirnar settar í ferskt vatn og suðan látin koma upp. Síðan er allt sett í pottinn, kjötið og grænmetið og látið malla á meðalhita, þar til baunirnar eru orðnar meyrar og helst maukaðar. Síðan er beinið af kjötinu veitt upp og lárviðarlaufin og súpan er tilbúin.

Saltkjöt og baunir

Hér er ég búin að setja allt í pottinn og svo má þetta malla lengi vel.

 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: