Sálmur handa Solveigu Láru

Um daginn hitti ég Solveigu Láru Guðmundsdóttur Hólabiskup í messu í Bodø. Hún fól mér verkefni, sumsé það að þýða fallegan sálm. Britt Hallquist (1914-1997) er höfundur sálms. Hún var  eitt ástsælasta sálmaskáld Svía á síðustu öld. Hallquist orti til að mynda sálminn „Stjörnur og sól“ sem Íslendingum er að góðu kunnur í þýðingu Lilju S. Kristjánsdóttur. Hún var doktor í guðfræði, rithöfundur og þýðandi.

Sálmurinn „Så som min Fader sände mig“ er útgöngusálmur frá 1981 og er í nýju norsku sálmabókinni í þýðingu Arve Brunvoll (1937-), síðasti sálmurinn í sálmabókinni númer 991. Lagið gerði norska tónskáldið Egil Hovland (1924-2013) árið 1986, en hann og Hallqvist unnu mikið saman að gerð sálma og sálmalaga. Hovland samdi líka lagið við „Stjörnur og sól“. Áður hafði sálmurinn verið sunginn við lag eftir Stellan Jonsson. Ég hef ekki heyrt það lag, en finnst sálmalag Hovland alveg frábært til söngs bæði fyrir barna og fullorðins kóra.

Eins og faðirinn sendi mig,
ykkur ég sendi,
að hlúa og sá, fyrir önnur að safna,
að lyfta og bera,
að lækna og gefa, að fyrirgefa,
að opna upp dyr í Guðs ríki.

Eins og faðirinn sendi mig
ykkur ég sendi,
á óþekkta staði, af þrá minni leidd,
í fylgd heilags anda,
til vegarins enda ,hvar faðirinn bíður
og borðið er dúkað til veislu.

Sálmurinn er svona í norsku þýðingunni:

Slik som min Fader sendte meg,
sender jeg dere,
å så og plante det andre skal høste,
å gi og å tilgi,
å løfte og bære, å lege og pleie,
å åpne en dør til Guds rike.

Slik som min Fader sendte meg,
sender jeg dere,
på ukjente veier min lengsel skal lede
min Ånd dere følger,
til enden av veien, der Faderen venter
og bordet er duket til festen.

Og hér kemur sænska upprunaútgáfan:

Så som min Fader sände mig
sänder jeg er,
att så och plantera hva andra skal skörda
att ge och forlåta
att lyfta och bära, att läka og vårda,
att öppna en port till Guds rike.

Så som min Fader sände mig
sänder jeg er,
På okände väger min längten er driver.
Min ande er følger, till slutet av vägen
där Faderen väntar
og bordet er dukat för fästan.

Heyra má ég vígslubiskups boðskap og hér kemur sálmurinn“Eins og faðirinn sendi mig“.Gjörðu svo vel kæra Solveig Lára.

Myndin er úr Botnsdalnum í Súgandafirði og Rögnvaldur Guðmundsson tók hana.

Nóturnar af sálminum má finna hér:

Slik som min Fader sender meg

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: