-
Frekja Freyju og minn eigin hæfismi
Það er ekki viðeigandi lengur að nota blindu sem tákn um andlega siðspillingu, þótt fólki hafi þótt það í fínu lagi á dögum Jesú. Það er ekki viðeigandi að tala um tregðu við að hlusta á boðskap Krists sem heyrnarleysi, þótt það hafi þótt sjálfsagt á fyrri öldum. Það sem er hins vegar viðeigandi er…
-
Rómversk-kaþólska kirkjan greiðir „bætur“
Eftir að hafa þrílesið fréttatilkynninguna óg farið í gegnum rannsóknarskýrsluna finnst mér mál þetta allt með ólíkindum. Gerendurnir í kynferðis-, ofbeldis og eineltismálunum eru látnir. Það sem hins vegar stendur eftir og rannsakað var var stjórnsýslan, viðbrögðin, starfshættirnir. Dómurinn sem eftir stendur er ótvíræður. Hann fjallar um að þau hafi höggvið sem hlífa skyldu, að…
-
Mannréttindi og tvær leiksýningar
Sem sagt, farið í leikhús elskurnar mínar, sjáið mokað yfir hrunið í Þjóðleikhúsinu og heyrið öskrað neðan úr legi í Gamla Bíói. Það er furðulega hressandi. Og í anda mannréttinda.
-
Glæstar vonir
Jóhanna er fædd fyrir tíma nútíma mannréttindaorðræðu en samt má finna sterkan samhljóm milli þess sem hún segir og þess sem lesa má út úr mikilvægustu mannréttindabálkum nútímans. Það eru ekki girðingarnar sem gera okkur að manneskjum, ekki trúin sem við játum, liturinn á höndum okkar og andlitum, kyn okkar eða kyn þeirra sem við…
-
Hinsegin Guð, neðan og utan frá
Kannski horfðist hún í augu við hinsegin Guð sem skildi tvöfaldan utangarðsmann. Og þess vegna, einmitt þess vegna er alveg eins rétt að segja Jesús sé hommi og að segja að hann sé eitthvað annað. Hommi er ekki skammaryrði nema á vörum þeirra sem þjást af hómófóbíu.