Gunnar Þorsteinsson áður forstöðumaður Krossins hefur stefnt konunum sem studdu konurnar sem ásökuðu hann um kynferðisbrot. Það er grundvallarréttur í lýðfrjálsu landi að þau sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðisbrotum fái að segja sögu sína opinberlega án ógnunar. Það er líka grundvallarmál í réttarríki að hver maður fái að verja æru sína. Þversögnin liggur hins vegar í því að vilji maður sýna fram á að maður sé ekki ofbeldismaður er ekki hjálplegt ærunni að stefna fólki sem ásakar mann um ofbeldi. Ég styð rétt Krosskvennanna til að lýsa opinberlega ofbeldinu sem þær hafa orðið fyrir. Ég hef líka valið að trúa þeim og sögu þeirra. Þær eiga stuðningshóp á Facebook og slóðin er http://www.facebook.com/groups/126714100854993/.
Konurnar í Krossinum
Eitt svar við “Konurnar í Krossinum”
-
[…] 11. apríl 2013: „Konurnar í Krossinum“ https://sigridur.org/2013/04/11/konurnar-i-krossinum/ […]
Færðu inn athugasemd