-
Að breyta kirkjusögunni
Það verða alltaf þúsund ástæður til að kjósa ekki konu sem biskup. Þær eru of íhaldssamar, of róttækar, hárið á þeim er ekki í lagi, þær eru fráskildar eða eiga óheppilegan kall, þær sögðu eitthvað óheppilegt fyrir hundrað árum etc. Og einn góðan veðurdag skiptir ekkert af þessu máli, heldur aðeins hvort við breytum kirkjusögunni…
-
Hneyksli legsins
Árið er 2012 og staðurinn Grafarholt. Þegar við tölum um boðun Maríu hugsum við um holdtekju, þessa undarlegu þversögn að Guð hafi gerst maður. Og við veltum fyrir okkur hinu sístæða kraftaverki DNA og umlykjandi legs, veltum fyrir okkur næringu, hita, kærleika og takti þess að hvíla í móðurkviði. Sagan af boðun Maríu er þannig…
-
Mikilvæg biskupstákn innan kirkju og utan
Ef biskupsembættið er að stofni til táknrænt embætti um einingu, og ef táknin hafa áhrif , þá hefur karleinokun biskupsembættisins í þúsund ár áhrif á það hvernig við hugsum um kirkjuna sem stofnun og hreyfingu. Ákvarðanir okkar núna eru ekki síst mikilvægar fyrir það að vera táknrænar ákvarðanir, ákvarðanir sem geta sýnt raunverulegar breytingar á…
-
Dagur kvenna í kirkjunni
Ég er sjálf svo stolt yfir mínum 76 atkvæðum. 16 prósent fylgi í biskupskosningum fyrir yngsta og um margt róttækasta frambjóðandann er dýrmætt og sýnir að þjóðkirkjan er á leið til breytinga. Ég þakka stuðningsmönnum mínum um land allt fyrir meðbyrinn og ekki síst þeim sem að ákváðu að krossa við nafnið mitt á þessum…
-
Kvöldið fyrir talningu
Á morgun verður talið í biskupskosningu og tíminn er dálítið lengi að líða. Og þá er upplagt að horfa yfir þessa tvo mánuði síðan ég lýsti því yfir að ég gæfi kost á mér. Ég er svo glöð yfir því að hafa tekið þátt í þessari kosningabaráttu. Það hefur verið erfitt að ferðast svona mikið…