Tag: kærleiksþjónusta

Múrskarðsfyllir-Farbrautabætir

Múrskarðafyllir. Farbrautabætir.
Múrskarðafyllirinn, er sú sem byggir up veggina aftur, sem hafa hrunið í ofbeldi, óáran og vanrækslu. Múrskarðafyllirinn veitir vörn og skjól. Farbrautabætirinn er sá sem rogast með steinana úr götunni, ryður brautina, þannig að hægt sé að ferðast um hana, opnar leiðir til kærleikans, þar sem vonleysið, reiðin og örbirgðin ríkti áður. Það er vart hægt að hugsa sér kristna sjálfsmynd, kristna kærleiksþjónustu með fegurri myndum en einmitt þeim að vera múrskarðafyllir og farbrautabætir.