Tag: brauð

Drottins þjónn og daglegt brauð

Ég er brauð lífsins segir Jesús, brauðið sem er hold og orð og þekkir mannsins glímur. Hann þekkir villta bjarndýrið innra með okkur, sem við erum alltaf að reyna að temja og strauja skyrtur. Stundum tekst það ekki nógu vel og við eyðum öllu lífinu í að reyna að bæta um fyrir mistökin og byggja upp daglegt brauð öryggis og friðar. En sumum tekst líka helst til vel að temja björninn og birnuna innra með sér og passa inn í þann þrönga pappakassa sem lífi hans er skorinn. Og þá þurfum við Dára, villta sköpun í fimmtugsafmælisgjöf, því að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði.

Rúgbrauðsuppskrift Helgu Svönu

Ég er að baka seytt rúgbrauð eftir uppskrift tengdamömmu minnar, Helgu Svönu Ólafsdóttur. Ég get óhikað mælt með þessu brauði. Deigið er hrært í höndum eða í hrærivél. Rúgbrauðið baka ég í heilu lagi í steikarpottinum mínum, en það er líka hægt að nota mjólkurfernur eða bakstursform. Brauðið er bakað í fjóra tíma á þessum hita en síðan er hitinn lækkaður niður í 110 gráður og brauðið bakað í 4-5 tíma í viðbót. Ef þið eigið brauðvél er líka hægt að helminga uppskriftina, stilla á kerfi fyrir gróft brauð og skella bakstursforminu svo í heilu lagi í ofninn á 110 gráður í fjóra tíma eftir að brauðvélarbaksturinn er búinn til að seyða brauðið.