Tag: uppskrift

Bláberjaskúffukaka

Ég tíndi fullt af bláberjum í Efstadal í gær og var að vandræðast með hvað ég ætti að gera við alla þessa dýrð. Þá datt mér í hug að baka það sem Ameríkaninn kallar „crumb cake“. Crumb cake er tvískipt kaka úr venjulegu deigi með sykurmulningi ofan á. Ég fann uppskrift af bláberja-mulnings-köku í einhverjum uppskriftabanka á netinu sem ég finn ómögulega aftur. Ég er sem sagt ekki höfundurinn að þessari köku, en er búin að íslenska, stækka, breyta og aðlaga uppskriftina. Hún er dásamlega góð og gefur tækifæri á að nýta eitthvað af bláberjunum. Ég er líka viss um að hægt sé að baka þessa köku með öðrum ávöxtum, t.d. frosnum ávöxtum sem margir nota í morgunbúst.

Rúgbrauðsuppskrift Helgu Svönu

Ég er að baka seytt rúgbrauð eftir uppskrift tengdamömmu minnar, Helgu Svönu Ólafsdóttur. Ég get óhikað mælt með þessu brauði. Deigið er hrært í höndum eða í hrærivél. Rúgbrauðið baka ég í heilu lagi í steikarpottinum mínum, en það er líka hægt að nota mjólkurfernur eða bakstursform. Brauðið er bakað í fjóra tíma á þessum hita en síðan er hitinn lækkaður niður í 110 gráður og brauðið bakað í 4-5 tíma í viðbót. Ef þið eigið brauðvél er líka hægt að helminga uppskriftina, stilla á kerfi fyrir gróft brauð og skella bakstursforminu svo í heilu lagi í ofninn á 110 gráður í fjóra tíma eftir að brauðvélarbaksturinn er búinn til að seyða brauðið.