Tag: kvenbiskup
-
Meiri hluti starfandi biskupa konur
Í orþodoxakirkjum, rómversk-kaþólsku kirkjunni og fjölmörgum mótmælendakirkjum mega konur ekki gegna vígðri þjónustu. Þess vegna er það svo óumræðilega gleðilegt þegar kirkja opnar þeim allar dyr, heimilar þeim að vera sameiningartákn kirkju sinnar og leggur þeim lykla og mannaforráð í hendur. Húrra! Lifi jafnréttið! Til hamingju Solveig Lára og kirkjan öll!
-
Biskupur
Ég er sannfærð um að séra Solveig Lára verði kosin Hólabiskup. Og þá verður íslenska þjóðkirkjan fyrsta kirkjudeild sögunnar að ég held til að vera að meirihluta skipuð kvenkynsbiskupum. Við lifum sannarlega merkilega tíma.
-
Að breyta kirkjusögunni
Það verða alltaf þúsund ástæður til að kjósa ekki konu sem biskup. Þær eru of íhaldssamar, of róttækar, hárið á þeim er ekki í lagi, þær eru fráskildar eða eiga óheppilegan kall, þær sögðu eitthvað óheppilegt fyrir hundrað árum etc. Og einn góðan veðurdag skiptir ekkert af þessu máli, heldur aðeins hvort við breytum kirkjusögunni…
-
Mikilvæg biskupstákn innan kirkju og utan
Ef biskupsembættið er að stofni til táknrænt embætti um einingu, og ef táknin hafa áhrif , þá hefur karleinokun biskupsembættisins í þúsund ár áhrif á það hvernig við hugsum um kirkjuna sem stofnun og hreyfingu. Ákvarðanir okkar núna eru ekki síst mikilvægar fyrir það að vera táknrænar ákvarðanir, ákvarðanir sem geta sýnt raunverulegar breytingar á…
-
Dagur kvenna í kirkjunni
Ég er sjálf svo stolt yfir mínum 76 atkvæðum. 16 prósent fylgi í biskupskosningum fyrir yngsta og um margt róttækasta frambjóðandann er dýrmætt og sýnir að þjóðkirkjan er á leið til breytinga. Ég þakka stuðningsmönnum mínum um land allt fyrir meðbyrinn og ekki síst þeim sem að ákváðu að krossa við nafnið mitt á þessum…