Category: Heimspeki og guðfræði

Gagnrýni á trúarbrögð

Jón Trausti Reynisson skrifaði grein í Stundina í gær um trúarbrögð sem vert er að staldra við. Greinin ber nafnið „Hvers vegna trúarbrögð gera börn verri,“og í upphafi greinar freistar höfundur þess að gagnrýna trúarbrögð þrátt fyrir að hann upplifi slíka gagnrýni sem tabú. Fyrir mér er gagnrýni á trúarbrögð ekkert tabú. Gagnrýni á trúarbrögð er að mínu viti holl og mikilvæg, vegna þess að enginn kimi menningarinnar er án skuggahliða. Kannski eru okkar upphöfnustu kimar viðkvæmastir fyrir öfgunum.

Í greininni telur Jón Trausti upp þrjú „höfuðeinkenni“ sem hann telur liggja að baki öllum trúarbrögðum og sem geti „orsakað slæm áhrif þeirra á siðferði“:

1) Trúin á að aðrir geti verið illir. Þeir séu eðlislægt óæskilegir.

2) Tilfærsla á ábyrgð á atburðum og ástandi heimsins frá sjálfum sér til alvaldrar, alvitrar, ósýnilegrar veru.

3) Krafa um skilyrðislausa fylgisspekt við vilja hinnar ósýnilegu veru og jaðarsetning eða refsikvöð gegn þeim sem ekki fylgja vilja hennar.

Jón Trausti telur í fyrsta lagi að eitt af höfuðeinkennum trúarbragðanna vera það að álíta að aðrir geti verið illir og þar með óæskilegir. Út úr þessari setningu les ég að átt sé við að trúarbrögðin skipti fólki upp í flokka eftir því hverjir standi utan og innan þeirrar hefðar. Ég vil taka undir það með Jóni Trausta hversu mikilvægt það er að berjast gegn slíkum flokkadráttum, þótt ég telji það ekki séreinkenni trúarbragða að draga í dilka, demónísera og jaðarsetja annað fólk. Ég er sammála Jóni Trausta um það að trúarbrögð geti kynt allverulega undir slíkri tvískiptingu. Pólarísering í „okkur“ og „hina“ er upphaf margs konar ofbeldis, undirskipunar og fyrirlitningar á öðrum. Þvílík taktík er einkenni í ýmsum trúarbrögðum, einkum þeirra sem leggja ofuráherslu á útvalningu, en er mjög mismunandi eftir trúarbrögðum og hefðum.

Samanburðartrúarbragðafræðingurinn Charles Kimball skrifaði fræga bók árið 2002 sem hét „When Religion becomes Evil: Five Warning Signs.“ Í bókinni er spurt hvort trúarbrögðin séu helsta vandamál ójafnaðar og ofbeldis í heiminum. Kimball svarar spurningunni bæði neitandi og játandi. Hann elur þá von í brjósti að trúað fólk og ótrúað geti lifað friðsamlega saman. Jafnframt dregur hann fram fimm einkenni, sem geta komið fram í trúarbrögðum og stuðlað að ofbeldi og ójafnvægi. Þessi fimm atriði eru 1) skilyrðislausar sannleikskröfur hverrar hefðar, 2) blind hlýðni, 3) áhersla á hinn rétta tíma, sem tengist t.d. heimsslitahugmyndum, 4) að tilgangurinn helgi meðalið og 5) heilagt stríð.

Það sem mér finnst bók Kimball vera svo hjálpleg við er að bókin skilgreinir trúarbrögðin sem flókinn vef hefða og kenninga sem jafnframt standa alltaf í samræðu við samtíma sinn. Innan þessara samþættu kerfa getur hugmyndum vaxið fylgi sem eru stórhættulegar fyrir mannkynið allt. Gegn þeim ætti allt hugsandi fólk að sporna, innan og utan trúarbragða. En jafnframt leggur Kimball áherslu á að trúarbrögðin geti snúist um annað og meira en þessar hættulegu hugmyndir.

En aftur til Jóns Trausta og því sem fyrir honum eru höfuðeinkenni trúarbragðanna. Ég hef þegar nefnt þá áráttu að demónísera aðra, en Jón Trausti nefnir líka ábyrgðarflutning til guðdómsins og kröfu um skilyrðislausa fylgispekt .Hér má sjá skýran samhljóm milli gagnrýni Kimballs á blinda hlýðni og þess sem Jón Trausti heldur fram.

Og enn er ég sammála honum að blind hlýðni er einhver alskuggalegasta hlið trúarbragðanna. Blind hlýðni hefur einnig fyrirfundist í guðlausum alræðisríkjum. Ég vil taka undir það með Kimball og Jóni Trausta hversu mikilvægt það er að hver og einn hlusti á rödd sinnar samvisku, sýni hugrekki, brúki dómgreind og virði manngildi og mannréttindi annarra.

En jafnframt vil ég gera greinarmun á einkennum sem koma upp í trúarbrögðum og „höfuðeinkennum“ trúarbragða. Ég les fyrri skilgreininguna sem einkenni sem koma og fara í takt við stjórnmálalegar, efnahagslegar og menningarlegar sveiflur í samfélaginu og sem hægt er að greina og vinna með innan trúarbragða sem og annarra menningarkima. Ég les seinni skilgreininguna sem staðhæfingu um eðlislæg einkenni trúarbragða, að öll trúarbrögð á öllum stöðum og öllum tímum einkennist af blindri hlýðni, ábyrgðarleysi og jaðarsetningu annarra. Og því er ég ósammála.

Vissulega var því haldið fram í heiðnum sið á Íslandi að einn ylli „Óðinn öllu bölvi“ og á sautjándu öldinni gátu menn hikstalaust talað um að Guð ylli eldgosum, landplágum og jarðskjálftum til að aga sinn lýð. En er það höfuðeinkenni allra trúarbragða á öllum tímum að skella skuldinni af allri óáran yfir á guðdóminn?  Sum trúarbrögð játa ekki einu sinni einn guðdóm, eins og t.d. nokkrar hefðir búddisma.

Ég les titil greinar og velti því fyrir mér í ljósi hennar hvort sé „betra“, trúað fólk eða ótrúað. Jón Trausti kemst að þeirri niðurstöðu að trúarbrögðin slævi siðferðisþrek hinna trúuðu. Ég tel að svo sannarlega geti trúarbrögðin haft þau áhrif. En ég er ekki sammála því að það séu nauðsynleg tengsl milli dvínandi siðferðisþreks og trúarbragða. Svo því sé til haga haldið, er ég heldur ekki á því að trúlaust fólk sé á neinni siðferðilegri heljarþröm.

Ég hef enga hugmynd um hvort ég væri betri eða verri ef ég væri ekki trúuð, eða börnin mín væru betri manneskjur ef ég hefði ekki kennt þeim bænir. Margt af vinum og venslamönnum mínum er ekki trúað og ég á vini sem mér þykir vænt um sem játa önnur trúarbrögð en mín eigin; eru búddistar, múslimar, wiccanornir, sjamanar, únítarar, hindúar, gyðingar, baháar og ásatrúarfólk. Þau hafa auðgað líf mitt með sínum fjölbreytilegu sjónarhornum og ég hef ekki fundið minni náungakærleik, góðvild og visku hjá þeim vinum mínum sem eru yfirlýstir ateistar en hjá fólki í KFUM eða wiccanorninni. Þetta er almennt og upp til hópa prýðilegt fólk enda er ég einstaklega heppin með vini. Ég held að það sé mjög erfitt að skera úr um hvort trúlaust fólk eða trúað, (og þá hvernig trúað) sé betra, þótt rannsóknin sem Jón Trausti vitnar til leggir eflaust þar lóð á vogarskál innan skilgreindra vísindalegra forsendna.

Mér finnst leiðinlegt þegar trúað fólk er með alhæfingar um fólk sem ekki er trúað. Ég skammast mín fyrir margt í minni eigin hefð sem talar niðrandi um fólk sem hefur aðrar trúar- og lífsskoðanir en þær sem hefðin stendur fyrir.  Slíkt óþol gagnvart lífsskoðunum annarra hjálpar ekki fjölmenningarsamfélaginu. Með því er ég ekki að segja að ekki megi gagnrýna guðstrú eða guðleysi. Ég held því einfaldlega fram að flóra lífsviðhorfa sé miklu stærri og fjölbreytilegri en það sem kemst fyrir í slíkri flokkun. Og eins og Kimball hef ég þá glöðu fjölmenningarlegu trú að mannkyn allt geti lifað í friði og vináttu í fjölbreytilegri trú og trúleysi, ef það gefur gaum að og bregst við hættumerkjunum í eigin hefðum.

Guðfræðingar krefjast svara

Í morgun var mér boðið að fylgjast með Facebook hópi sem ber yfirskriftina „Guðfræðingar krefjast svara: Vettvangur fyrir guðfræði og stjórnmál. Mér þátti verkefnið nýstárlegt og langaði til að vita meira um þessi svör sem guðfræðingarnir eru að krefjast. Þar rakst ég á bréf sem fimm guðfræðingar, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir hafa sent forsvarsmönnum þeirra sem bjóða fram í vor. Spurningar þeirra lúta að innflytjendamálum, olíuleit á Drekasvæðinu og loftslagsmálum.

Ég hef saknað umræðu um þessi stóru mál, sem teygja sig langt út fyrir okkar litlu flokkapólitík og tengjast samfélagslegri ábyrgð okkar sem manneskjur. Ég hef líka verið hlynnt því að guðfræðingar spyrðu siðferðilegra spurninga um trú og pólitík og beittu sér meira í þeirri umræðu. Þess vegna finnst mér þetta afar gott framtak hjá fimmmenningunum.

Bréfið sem þau sendu hljóðar svona í heild sinni:

Ágætu viðtakendur

Það er mikil ábyrgð fólgin í að vera stjórmálamaður í upphafi 21. aldar. Það er von okkar að þið reynist þeim vanda vaxin. Til að sannfærast um það beinum við til ykkur eftirfarandi þremur spurningum með virðingu og vinsemd.
Því hefur verði haldið fram að sú loftslagsvá sem nú steðjar að jarðarbúum sé brýnasta áskorun sem mannkyn hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir. Við erum því sammála. Þessi staða kallar á bráða úrlausn á ýmsum vandamálum sem lúta að réttlátri skiptingu jarðargæða og heimsskipan, sem og friðsamlegri sambúð þjóða heims. — Þetta eru hin raunverulegu viðfangsefni stjórnmálanna á 21. öldinni. Eruð þið undir það búin að taka þátt í lausn þeirra?
Tími hefðbundinnar flokkspólitíkur, kjördæma- og hreppapólitíkur sem íslenskt stjórnmálafólk hefur hingað til helgað krafta sína er nú liðinn. Upp er kominn tími málefnalegra stjórnmálaátaka þar sem fengist er við viðfangsefni sem varða gjörvallt mannkyn. Eruð þið tilbúin að taka þátt í þeirri umræðu?
Undirrituð bera það traust til framboðs ykkar eða flokks að þið séuð marktækir viðmælendur í því samhengi sem að ofan greinir. Því berum fram eftirfarandi spurningar í trausti þess að þið veitið greið svör. Við munum gera svörin opinber ásamt því að greina frá þögn þeirra sem hugsanlega svara ekki. — Ef þið treystið ykkur ekki til að taka þátt í umræðu af þessu tagi hljótum við og önnur sem hugsum á viðlíka brautum að líta svo á að þið eigið ekki erindi í pólítíska umræðu.

Spurningarnar eru þessar:
* Hver er stefna framboðs/flokks ykkar varðandi olíuvinnslu á Drekasvæðinu? Hvaða rannsókna- og /eða öryggisaðgerða krefjist þið áður en olíuvinnsla hefst?
* Hvað mun framboð/flokkur ykkar leggja til að gert verði í loftslagsmálum? Hvað munuð þið leggja til að gert verði til að að vinna gegn þeim veðurfarsbreytingum sem búast má við í náinni framtíð?
* Hver er stefna framboðs/flokks ykkar í innflytjendamálum? Hvað munuð þið leggja til varðandi málefni flóttafólks sem leitar hingað?
Til frekari skýringa á ofangreindum spurningum vísast til meðfylgjandi greinargerðar.
Með virðingu.
Baldur Kristjánsson (bk@baldur.is)
Hjalti Hugason (hhugason@hi.is / 899 66 23)
Pétur Pétursson (petp@hi.is)
Sigrún Óskarsdóttir (sigrun@arbaejarkirkja.is / 863 19 10)
Sólveig Anna Bóasdóttir (solanna@hi.is / 849 33 38)
guðfræðingar

Spurningar til framboða til Alþingis vorið 2013
Greinargerð

* Hver er stefna framboðs/flokks ykkar varðandi olíuvinnslu á Drekasvæðinu? Hvaða rannsókna- og /eða öryggisaðgerða krefjist þið áður en olíuvinnsla hefst?
Líklega hafa mörg okkar glaðst þegar rannsóknaleyfum var nýlega úthlutað á Drekasvæðinu. Efnahagshörmungarnar í kjölfar Hrunsins eru teknar að þreyta, uppbyggingunni hefur miðað hægar en vonast var eftir. Samt hefur ýmislegt gott verið gert. Reynt hefur verið að standa vörð um kjör þeirra lakast settu og auka jöfnuð. Hingað til hafa stjórnvöld líka leitast við að láta náttúruna njóta vafans. Varanleg úrræði virðast þó fá. Komist Ísland í hóp olíuríkja virðist raunverulegt ríkidæmi aftur á móti handan við hornið.
Á næstu árum og áratugum setur olíuleit og hugsanlega olíuvinnsla mark sitt á samfélögin hér á norðurslóðum. Með bráðnandi heimsskautajökli og margefldri tækni verður hægt að bora á æ fleiri stöðum. Norðurslóðir verða tæpast mikið lengur það ósnortna víðerni sem þær eru nú. Þess vegna er mikilvægt að skoða málin ofan í kjölinn og hrósvert væri ef við Íslendingar reyndum að koma að þessum málum af yfirvegun og þekkingu á þeim siðferðilegu rökum sem skipta mestu þegar til lengri tíma er litið í stað þess að líta aðeins til gæða og magns olíu í lögsögu okkar.

Dauðans alvara
Olíuvinnsla er eftir sem áður dauðans alvara. Henni fylgir óhjákvæmilega nokkur mengun. Hún skapar hættu á umhverfisslysum sem erfitt mun að bæta á jafn fjarlægum slóðum og Drekasvæðið er. Þá er hið alvarlegasta ótalið: Með olíuvinnslu værum við fyrst og fremst að standa vörð um óbreytt ástand. Draumurinn um olíu í íslenskri lögsögu er fyrst og fremst draumur um að geta haldið áfram þeim orkufreku og mengandi lífsháttum sem við höfum tamið okkur — og auðgast á þeim að auki.
Hér er vissulega um skammgóðan vermi í bókstaflegri merkingu að ræða. Með þessu móti stuðlum við að áframhaldandi hlýnun jarðar, knýjum áfram þá umhverfisvá sem kölluð hefur verið stærsta áskorun sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir.
Þetta var atvinnuvegaráðherra fullljóst þegar hann lagði áherslu á að með rannsóknaleyfum væri ákvörðun ekki tekin um olíuvinnslu. En er málið svona einfalt? Hver mun hafa siðferðilegt þrek til að setja lokið á þegar olíulindir hafa fundist í hafinu norður af landinu? Mun þjóðin samþykkja að ekki verið skrúfað frá krananum?
Það er einmitt núna sem umræðan um siðfræði olíuvinnslunnar verður að eiga sér stað. Það verður of seint að hefja hana þegar hið svarta gull er fundið og æðið rennur á fyrir alvöru.

Skyldur okkar sem heimsborgara
Við erum öll borgarar í einum og sama heiminum og höfum skyldum að gegna við hann en ekki aðeins okkar eigið samfélag eða þjóðríki.
Grunnskyldur okkar felast í að standa vörð um þau gildi á heimsvísu sem styðja við lífið í öllum margbreytileika þess. Hér í heimi er allt samtengt: náttúran, hafdjúpin, jörðin og lofthjúpurinn umhverfis hana. Gerðir okkar hér hafa áhrif á fjarlægum slóðum á ókomnum tímum.
Skipan heimsins í þjóðríki og skyldur okkar við þau koma númer tvö í þessu samhengi. Einstakar ákvarðanir þjóðríkja, t.d. um olíuvinnslu, þær reglur sem þau fylgja og aðgerðir einstakra stofnana innan þjóðríkja verður að gaumgæfa með tilliti til þeirra áhrifa sem þessi atriði hafa á heimsvísu.

Heimspekilegar og trúarlegar rætur
Hugmyndin um að mannlegt eðli sé eitt — að einhver kjarni sé sameiginlegur öllum mannverum — er mikilvæg forsenda þegar skyldur okkar við umheiminn eru til umræðu.
Í fornöld litu Stóumenn á sig sem borgara í hinum skipulega alheimi fremur en í borgríkinu. Þeir skilgreindu sig því sem heimsborgara. Hið sameiginlega siðferðilega samfélag alls mannkyns var þess vegna meginmálið.
Mismunandi útfærslur á þessum skilningi má finna í flestum nútímalegum framsetningum á siðfræði, sem og í mannréttindayfirlýsingum tuttugustu aldarinnar. Manngildið og mannhelgin eru undirstöður allra mannréttinda.
Trúarlegar rætur mannréttinda þarf vart að útlista. Að kristnum skilningi er hugmyndin um manneskjuna sem er sköpuð í mynd Guðs fyrirferðamikið stef. Í anda þeirrar hugsunar eigum við öll sömu mannhelgi óháð búsetu, tungu, húðlit eða trú. Enda eru mannréttindi hafin yfir einstök þjóðríki. Þau eru sameiginleg öllum íbúum jarðarinnar. Þau gilda jafnt um alla og ná meðal annars yfir réttinn til lífs óháð búsetu.
Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við mörkum okkur stefnu um olíunýtingu í þeim tilgangi að knýja áfram orkufreka og mengandi lífshætti okkar því þeir stofna lífsskilyrðum fjölda fólks og annarra lífvera í bráða hættu víða um heim.
Okkur ber skylda til að sýna samstöðu, stilla orkunýtingu okkar í hóf og leita nýrra vistvænni orkugjafa. Þannig sýnum við umhyggju fyrir jörðinni og þeim sem deila henni með okkur. Þetta er sjálfsögð og nauðsynleg sammanleg skylda eins og skyldan að sýna hógværð og auðmýkt gagnvart umhverfi okkar. (Byggt á grein í Fréttablaðinu 14. 2. 2013).

* Hvað mun framboð/flokkur ykkar leggja til að gripið verði til í loftslagsmálum? Hvað munuð þið leggja til að gert verði til að að vinna gegn þeim veðurfarsbreytingum sem búast má við í náinni framtíð?
Hér að framan vöruðum við sem þetta ritum við áformum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu meðan ekki hefðu fundist raunhæfar mótvægisaðgerðir við þeirri loftslagsvá sem að jarðarbúum steðjar. Hér er um að ræða málefni sem varðar náungakærleika og umhyggju fyrir sköpun Guðs.

Við erum meðvituð um að þessi stefna getur haft þær afleiðingar fyrir þjóðarbúið að við verðum fremur að stefna að samdrætti en vexti. Af þeim sökum hljótum við að rökstyðja mál okkar nánar.

Mesta prófraun mannkyns
Alþjóðaloftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna spáir að verði ekkert að gert nú þegar muni hitastig árið 2100 hafa hækkað verulega frá því sem nú er. Því er spáð eð eftir þessi tæplega níutíu ár hafi hitastigið hækkað um 1,8°- 4°C. Enn svartari spár benda til þess að hlýnunin geti farið yfir 6°C.
Hlýnunin mun leiða til þess að hitabylgjur verða tíðari. Útbreiðsla skordýra mun aukast og þurrkasvæði jarðar stækka. Skert aðgengi að vatni mun valda landeyðingu og dauða búpenings. Úrhelli og steypiregn verða jafnframt algengari með tilheyrandi rofi og jarðvegsruðningi. Fellibyljum mun fjölga og þeir ásamt hlýnuninni valda flóðbylgjum og hækkun sjávar með aukinni seltu. Þá er því spáð að innan tíu ára geti landbúnaðaruppskera í Afríku hafa dregist saman um helming með tilheyrandi hungursneyð. Innan fimmtíu ára gætu fiskveiðar líka verið hrundar ef núverandi sókn heldur áfram.
Alþjóðanefnd um framtíð matvæla og landbúnaðar undir forystu baráttukonunnar Vandana Shiva hefur enda látið svo um mælt að loftslagsvandinn sé stærsta prófraun sem mannkyn hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir, enda munu örlög milljóna manna ráðast af hvort samfélög heimsins grípa nú þegar til sameiginlegra aðgerða eða ekki.

Viljum við ranglæti?
Sívaxandi orkuþörf samfélaga á borð við það íslenska er hvorki náttúrulögmál né hagfræðilögmál. Hér einvörðungu um pólitíska ákvörðun að ræða. Afleiðingar sífellt meiri orkunotkunar móta lífskjör fólks á fjarlægum slóðum sem í engu mun njóta góðs af ávinningnum. Áður en ákvarðanir um orkuöflun og orkunýtingu eru teknar ber því að grafast fyrir um áhrif þeirra — ekki einvörðungu á íslenskt þjóðarbú til skamms tíma heldur á lífsskilyrði mannkyns alls til lengri tíma litið.
Með olíuleit og –vinnslu á nýjum svæðum erum við ekki að leita varanlegra lausna á sameiginlegri orkuþörf mannkyns. Með því er fyrst og fremst verið að standa vörð um óbreytt lífskjör okkar og þeirra þjóða annarra sem best eru settar. Sama máli gegnir um stórfellda ræktun jurta sem nýta má til framleiðslu lífefnaeldsneytis í stað þess að rækta korn, maís eða hrísgrjón til matar og fóðurs. Framleiðsla lífefnaeldsneytis viðheldur ranglætinu í heiminum frekar en að draga úr því. Á þetta bendir Alþjóðanefnd um framtíð matvæla og landbúnaðar er hún segir í skýrslu sinni: „Meira en 850 milljónir manna í heiminum búa við hungursneyð og enn fleiri líða næringarskort. Því meir sem lönd eru nýtt til ræktunar fyrir lífefnaeldsneyti í stað matar… þeim mun minna verður matvælaöryggið og hungrið eykst. Öflun nægilegrar fæðu er réttlætismál og eins konar prófsteinn á manngæsku okkar; að matur sé látinn víkja fyrir eldsneyti svo unnt sé að viðhalda iðnvæddum og neyslufrekum lífsstíl hinna fáu er einfaldlega siðlaust“ (Ákall til mannkyns, 2011. Reykjavík, Salka, bls. 95).
Aukin framleiðsla eldsneytis eftir hvorri leiðinni sem farin er tryggir fyrst og fremst betur settum íbúum heims möguleika á óbreyttu lífsformi á kostnað þeirra sem skortir lífsnauðsynjar. — Við hljótum að spyrja hvort við Íslendingar viljum viðhalda því ranglæti. Vissulega eru þetta dökkar spár sem erfitt er að horfast í augu við. Því miður er um að ræða ískaldan raunveruleika og sífellt fleiri farin að átta sig á að um raunverulega sviðsmynd er að ræða.

Fólk á flótta
Þar sem loftslagsváin er einkum sprottin af ranglátri skiptingu jarðargæða verðum við að vera við því búin að hún leiði til efnahagslegs, félagslegs og pólitísks óstöðugleika þegar þeir hlutar mannkyns sem verst verða út taka að krefjast — ef ekki réttlætis — þá a.m.k. réttar síns til að lifa af. En það gefur augaleið að við sem betur erum sett munum standa vörð um núverandi lífsform okkar sem byggist á ranglátri skiptingu jarðargæða.
Afleiðingar þess ranglætis sem hér hefur verið rætt eru þegar farnar að koma í ljós. Síaukinn fjöldi flóttamanna m.a. hingað til lands ber glöggt vitni um það. Þar er ekki alltaf um að ræða fólk á flótta undan óréttlátum yfirvöldum eða hernaðarátökum. Sífellt fleiri eygja ekki von um líf í heimahögum sínum vegna breytinga á veðurfari eða sökum þess að hefðbundin ræktarlönd þeirra hafa verið tekin til annarra nota.
Hér á eftir munum við fjalla um ábyrgð okkar gagnvart þeim sem knýja á dyr okkar Íslendinga og annarra vesturlandabúa í leit að betri lífsskilyrðum. (Byggt á grein í Fréttablaðinu 4. 4. 2013).

• Hver er stefna framboðs/flokks ykkar í innflytjendamálum? Hvað munuð þið leggja til varðandi málefni flóttafólks?
Viðbrögð við takmörkuðum fjölda flóttafólks til landsins benda til þess að töluverður fjöldi landsmanna sé andsnúinn komu þess hingað. Það er umhugsunarvert og ástæða til að auka þekkingu og færni okkar að mæta þeim sem á aðstoð þurfa að halda. Ljóst er að verði ekki staldrað við mun hópur flóttafólks sem hingað leitar margfaldast.

Orka og hlýnun
Hún er ekki fögur myndin sem blasað gæti við af olíuríkinu Íslandi sem byggði tilveru sína enn frekar en þegar er orðið á þessum orkugjafa og stuðlaði þannig að hlýnun, þurrki, svelti og eymd barna sem fullorðinna annars staðar í heiminum. Við erum ekki bara að tala um nokkur hundruð þeirra heldur tugþúsundir, jafnvel hundruðir þúsunda. Ísland gæti hæglega rúmað margfaldan þann mannfjölda sem hér býr nú en spurningin er sú hvort það sé æskileg þróun að hingað streymi fólk á flótta vegna breytinga á lífsskilyrðum sem við bærum ábyrgð á.
Fólk á flótta
Á öllum tímum hefur fólk flutt á milli landa og heimshluta. Við Íslendingar þekkjum það vel. Forfeður og formæður okkar flúðu það sem þau töldu ofríki og mynduðu þetta þjóðríki hér. Tíunda hver manneskja flúði svo héðan til Ameríku um næst síðustu aldamót. Um tíunda hver manneskja á Íslandi nú er aðflutt og Íslendingar nútímans eru duglegir við að setjast að hér og þar um heiminn. Við segjum stundum með stolti að sama hvar í heiminum sé borið niður, alls staðar sé Íslendinga að finna.

Undanfarna áratugi hafa gífurlegir fólksflutningar átt sér stað frá löndum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku til Vesturlanda, með öðrum orðum: frá fátækari heimshlutum til hinna ríkari. Dæmið hefur snúist við frá nýlendutímanum þegar vesturlandabúar fluttu í leit að landi, góðmálmum og ódýru vinnuafli. Munurinn á veraldlegum lífsgæðum milli þessara svæða er gífurlegur. Hann byggist ekki síst á þeirri orkunotkun sem nú ógnar lífríki jarðar. Fólk hefur flutt sig til í leit að vinnu og sest að í nýju landi einkum sem ódýrt vinnuafl. Svo eru þau sem flýja heimaslóð, koma sem flóttafólk og sækja um hæli, biðja um landvist. Ekki er að efa að þessir aðfluttu vestrænu borgarar hafa styrkt og eflt efnagskerfi vesturlanda.

Réttindi flóttafólks
Gangi spár eftir verða gríðarlega mikil landssvæði þar sem tugmiljónir manna búa nú illbyggileg og jafnvel óbyggileg í framtíðinni. Hreyfing fólks til betur settra svæða í heiminum mun því aukast til muna. Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að ef við breytum ekki lífsháttum okkar stöndum við Íslendingar eins og aðrir vesturlandabúar frammi fyrir alvarlegum siðferðilegum spurningum. Með hvaða rökum ætlum við að meina eða torvelda því fólki að flytja til okkar þegar við höfum með lífsháttum okkar kynt svo hressileg undir að þeirra heimaslóðir verða ófýsilegur kostur að búa á, ef ekki óbyggilegar með öllu?

Grundvallarspurningin er þessi: Er mannkynið, já lífið allt á jörðinni, undir sama hatti? Verðum við ekki að meta lífshætti okkar út frá hagsmunum allra í veröldinni? Hvaða rétt höfum við til þess að haga okkur eins og annað fólk skipti ekki máli? Hvaða rétt höfum við til þess að mæta ekki af sanngirni því fólki sem til okkar leitar eftir betra lífi, samferðafólki okkar í dag og fólki framtíðarinnar? Sannast sagna höfum við Íslendingar ekki uppfyllt skyldur okkar í samfélagi þjóðanna þegar kemur að móttöku flóttafólks.
Við þurfum að gera betur, miklu betur. Menning okkar, saga, trú og reynsla kennir okkur að við eigum að koma vel fram við aðkomumanninn. Við eigum að sjá systur og bræður, ekki eingöngu í fólki af okkar þjóðerni eða sömu trúar, heldur einnig í fólki af ólíkum uppruna. Við deilum mennskunni með öllum manneskjum og mennskan býður okkur að elska jöfnuð og réttlæti. Okkar gyðing-kristna hefð kennir að Guð skapaði okkur öll í sinni mynd og jörðina fyrir okkur öll. Sem siðferðilegar verur getum við sett okkur í annarra spor. Það gæti allt eins verið við sem værum á flótta. Við köllum eftir siðfræðilegri umræðu um fólk á flótta og mannúð og aðgerðum þar sem réttlæti og jöfnuður eru sett í öndvegi.

Ég bíð spennt eftir svörum stjórnmálaflokkanna og er að sjálfsögðu komin í grúppuna. Hana er að finna hér:  http://www.facebook.com/krefjastsvara

Trú, siðfræði, innflytjendamál, loftslagsmál og olíuleit. Meira svona!

Loftslagsbreytingar

Butler on Whitehead


My introduction to the brand new article in „Butler on Whitehead:  On the Occasion“:

Sigridur Gudmarsdottir:  Coming Out with Butler and Whitehead: Opacity, Apophasis and the Phallacy of Misplaced Closetness

If I claim to be a lesbian, I “come out” only to produce a new and different “closet”. The “you” to whom I come out now has access to a different region of opacity.      Judith Butler[i]

Life refuses to be embalmed alive.                                                     A. N. Whitehead[ii]

And, behold, the veil of the temple was rent in twain from the top to the bottom; and the earth did quake, and the rocks rent; and the graves were opened; and many bodies of the saints which slept arose, and came out of the graves after his resurrection, and went into the holy city, and appeared unto many.                                                                       Matthew 27:51-53

For Christians, the open grave at Easter signifies the end of death and sin and the emergence of Christian identity as God´s children through the revelation of Christ. Religious language and rituals exercise what Butler calls “binding power”, discursive power of convention, citation, repetition and performance.[iii]  Power that binds together can also be detected in some symbols of contemporary culture, such as the recent image of  „the closet“  in gay and lesbian circles. For gays and lesbians, the open closet signifies the emergence of queer identity and the end of secrets and lies, revealing one´s sexual orientation  and allowing one to live according to that subjectivity in the public sphere.

In this article, I read the biblical narrative of resurrection as a coming out story. Since the Christian mythos is one of the most privileged  theo/philosophical Grand narratives of the West, I argue that queering  the tomb/closet may launch epistemological shifts that reach far beyond the limited and self-regulatory borders of theology. By positing the tomb as  a closet and the symbol of resurrection as a coming out story, I intend to accomplish three tasks. First, focusing on the rented veil,  split ground and weird bodies in Matthew 27, I want to use the queer theory of Judith Butler to ponder how the tomb/closet functions as a shaper of Christian identity in relation to binaries such as nature/culture and sex/gender.  Second, I want to ponder the ontological and relational depth of such religio-sexual speech acts by consulting the process philosophy of Alfred North Whitehead. In his work on ontology and naturalism Whitehead questioned the classical binaries of nature and culture and offered an alternative cosmology of inclusivity and reciprocity, or what Roland Faber refers to as „a nondualistic language of universal relationality“ (Faber 2008, 280). Thirdly, I will let the queer notion of closets as affirming and negating speech inform a theological exloration into the texts of resurrection in recent discourses on Judith Butler and theological language. Thus, I am suggstion using Butler´s queer language conjoined with Whiteheadian relationality to transgress exemplary epistemologies of Christian closets.


[i] Butler, Judith, “Imitation and Gender Subordination”, The Lesbian and Gay Studies Reader, Henry Abelove, Michele Aina Barale, David M. Halperin, London, Routledge, 1993, p. 309.

[ii] Whitehead, Alfred North, Process and Reality, New York, The Free Press, 1978, p. 339.

[iii] Butler, Judith, Bodies that Matter: On the Discursive Limits of “Sex,” New York and London, Routledge, 1993, p. 225.

The Stereotype

„The stereotype is not a simplification because it is a false representation of a given reality. It is a simplification because it is an arrested, fixated form of representation.“

Homi Bhabha: „The Other Question: Difference, Discrimination and the Discourse of Colonialism“ Literature, Politics and Theory, London, Methuen, 1986, p. 163.

Foxy Lutheranism

What gives contemporary Lutheranism its own distinctiveness, its own bold standing? If, as the title of this book seems to indicate, the Lutheran tradition has something to do with standing boldly, where do we stand, on what do we stand, against what and for what? Most importantly for the purposes of this essay, who are they who are set up by faith alone? Phrasing the question differently, what constitutes our bold erection as Lutheran subjects? Does contemporary Lutheranism, standing on its borrowed legs provided by God´s grace offer one homologous identity or many diffused and disseminated ones? What kind of power, what kind of oppression, and what kind of ideologies do the Lutheran „we´s“ of today boldly stand for and against? What is the Lutheran stand on the current experiences of empire, globalization and migration? What is heimlich to Lutheran identity, and what constitutes the uncanny horrors of dissolution and disintegration to such identities?

From Sigridur Gudmarsdottir „Third Space“, Food and Foxy Lutheranism in the Holy North: Postcoloniality in Vidalin´s sermon on Luke 14″ in Stand Boldly:  Lutheran Theology Faces the Postmodern World, edited by Eric Trozzo, Three Trees Press, Berkeley, California, 2009, bls. 286.